Jólalegur kampavínskokteill og Timeless glösin

Home / áfengi / Jólalegur kampavínskokteill og Timeless glösin

Ég var á veitingastað fyrir ekki svo löngu síðan og þar fékk ég kokteil í svo fallegu glasi að ég gat einfaldlega ekki hætt að hugsa um það. Eftir smá leit af samskonar glasi rak ég augun í Timeless glösin frá Rekstrarvörum. Herregud – þvílík fegurð.

Ofbirta í augun af fegurð!

Það er svo gaman að safna fallegum glösum og þessi kampavínsglös eru nú orðin hluti af mínu stelli ásamt fallegum bjórglösum frá þessu sama merki. Einnig er hægt að fá glösin glær og svört í takmarkaðan tíma. Nánar um þau finnið þið hér.

Þegar við vinkonurnar komum saman þykir okkur ekki leiðinlegt að bragða á nýjum kokteilum og fyrir eitt baksturskvöldið gerðum við þennan dásamlega rósmarín og kardimommu kampavínskokteil sem er jólalegur með meiru.  NAMM!

Jólalegur kampavínskokteill í Timeless glösum

 

Jólalegur kampavínskokteill
Fyrir 2
Kardimommu gin
240 ml Gin, t.d. Bombay gin
6 kardamommur

Rósmarín sýróp
1 bolli sykur
240 ml vatn
2 stilkar ferskt rósmarín

Kampavíns kokteillinn
2 oz rósmarínsýróp
3 oz kardamommulegið gin
120 ml grape safi
skvetta af Prosecco, t.d. Tommasi Prosecco FILODORA

  1. Blandið gini og kardimommum saman í loftþéttar umbúðir. Geymið í sólahring (eða eins lengi og tími vinnst til).
  2. Setjið sykur, vatn og rósmarín stilka saman í pott og hitið þar til sykurinn er uppleystur. Takið af hitanum og leyfið að kólna alveg. Fjarlægið rósmarín stilkana.
  3. Setjið rósmarín sýróp, kardimommu gin og grapesafa í hristara með klökum. Hristið vel saman.
  4. Skiptið þá blöndunni niður á 2 kampavíns eða kokteilglös sem hafa verið fyllt með klaka. Fyllið upp með prosecco og skreytið með fersku rósmarín.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Rekstrarvörur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.