Ótrúlega ljúffenga súkkulaðikakan hans Ottolenghi

Home / Eftirréttir & ís / Ótrúlega ljúffenga súkkulaðikakan hans Ottolenghi

Yotam Ottolenghi tekst alltaf að koma með uppskriftir sem heilla og í matreiðslubók sinni SWEET sem hann gerði í samvinnu við Helen Goh kemur hann með uppskrift að því sem þau kalla Heimsins besta súkkulaðikaka! Reyndar hefði hún allt eins geta verið kölluð heimsins einfaldasta súkkulaðikaka en bæði á vel við. Þessi er algjörlega ómótstæðileg. Það er kannski sniðugt að byrja á að gera kremið og leyfa því að standa meðan kakan er gerð – þá er biðin styttri. Njótið vel.

 

 

Ótrúlega ljúffenga súkkulaðikakan hans Ottolenghi
250 g smjör, við stofuhita
200 g dökkt súkkulaði
1 1/2 tsk instant kaffi leyst í 350 ml af sjóðandi vatni
250 g sykur
2 stór egg, létt þeytt
2 tsk vanilludropar
240 g hveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
30 g kakó
1/4 tsk salt

Súkkulaðikrem
200 g dökkt súkkulaði
180 ml rjómi
1 msk ljóst sýróp
1 msk smjör, við stofuhita

  1. Stillið ofninn á 170°c.
  2. Setjið smjör, súkkulaði og heitt kaffi í hitaþolna skál og hrærið  þar til allt er bráðið og blandast saman. Hrærið sykri saman við þar til hann er uppleystur. Bætið þá eggjum saman við ásamt vanillu og hrærið vel saman.
  3. Sigtið hveiti, kakó og salt saman og hrærið súkkulaðiblöndunni saman við. Á þessu stigi er deigið nokkuð þunnt en það á að vera þannig.
  4. Smyrjið 23 cm form og hellið deiginu út í. Setjið í ofninn og bakið í 1 klukkustund. Kælið í 20 mínútur í forminu.
  5. Gerið súkkulaðikremið. Setjið súkkulaði í matvinnsluvél og vinnið þar til það hefur saxast smátt.
  6. Setjið rjóma og síróp saman í pott og hitið við meðalhita. Um leið og það koma loftbólur takið þá pottinn af hitanum. Setjið matvinnsluvélina í gang með súkkulaðinu og hellið rjómablöndunni varlega saman við. Vinnið í 10 sekúndur og bætið þá súkkulaði saman við.  Vinnið þar til kremið er orðið mjúkt.
  7. Setjið kremið í skál og hyljið með plastfilmu, geymið við stofuhita þar til kremið hefur fengið þá þykkt og áferð sem þið óskið eftir eða í um 2 klst. Setjið þá kökuna og berið fram með rjóma.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.