Fiskur og grænmeti í gómsætri mangó jógúrtsósu

Home / Fiskur / Fiskur og grænmeti í gómsætri mangó jógúrtsósu

Ég hef sagt það áður en segi það aftur – mikið er gott að fá góðan fiskrétt. Hráefni sem ég elda ekki nægilega oft en veitir vellíðan og með réttri uppskrift hinn mesti veislumatur. Þessi uppskrift er einföld og fljótleg og í hana má nota hvaða fisk sem er í rauninni. Klikkar aldrei.

Fiskur í gómsætri mangó jógúrtsósu

Fiskur í mango jógúrtsósu
Fyrir 4
Styrkt færsla
700 g þorskur
2 dl létt AB mjólk, t.d. frá Mjólka
2 tsk karrýduft
2 msk Patak´s mango chutney
Salt og pipar
3 gulrætur
6-8 sveppir
1 laukur
feti í kryddolíu, frá Mjólka

 

  1. Hitið olíu á pönnu. Skerið fiskinn í bita og léttsteikið. Kryddið með salti og pipar. Setjið í ofnfast mót.
  2. Skerið lauk, gulrætur og sveppi smátt og steikið upp úr olíu á pönnu þar til grænmetið byrjar að mýkjast. Dreifið úr grænmetisblöndunni yfir fiskinn.
  3. Hrærið saman AB mjólk, karrýdufti og mango chutney. Smakkið til með salti og pipar. Hellið sósunni yfir fiskinn og toppið með fetaosti.
  4. Bakið í ofni við 180° C í 15 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.