Páskar!
Hvort sem þú ert á leiðinni í sumarbústað eða ætlar að halda þig heimavið, þá ætla ég að mæla með tveimur vínum sem eru tilvalin með páskasteikinni, annari léttari máltíð eða einfaldlega ein og sér.

Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon
Sama hvaða steik verður fyrir valinu hjá þér um páskana mun Marques de Casa Concha slá í gegn með henni. Vínið fæst á undir 3.000 kr. í Vínbúðinni og því tilvalið að taka nokkrar með heim í veisluna. Vínið er ungt og kraftmikið og algjörlega tilvalið til umhellingar. Klikkar hreinlega ekki. 4*

 

 

Arthur Metz Pinot Gris
Hvort sem þú ætlar að drekka vínið með mat eða einfaldlega sötra það eitt og sér þá mæli ég hiklaust með Arthur Metz Pinot Gris. Vínið er hvorki of sætt né of þurrt en aftur á móti ómótstæðilega svalandi. Við hjúin fengum okkur sitthvort glasið með einföldum kjúklingarétt og kláruðum við flöskuna á næstu dögum í rómantísku sötri. Þetta hvítvín er alltaf hægt að eiga í ísskápnum fyrir hvaða tilefni sem er og því kjörið að bjóða því með sér inní þessa löngu kósý helgi. 2.400 kr. í Vínbúðinni. 4.2*

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.