Nú þegar grillvertíðin fer að hefjast er við hæfi að koma með uppskrift að meðlæti sem smellpassar með grillmatnum og þið munuð elska. Ég hef nú reyndar notað þetta sem meðlæti í allan vetur með kjúklingabringunum eða lambalærinu – alltaf vekur þetta jafn mikla lukku.
Uppáhalds meðlætið!
Brokkolísalat með eplum og beikoni
1 brokkolí, saxað gróflega
1 rauðlaukur, saxaður smátt
2 epli, afhýdd og skorin í litla bita
3 msk sólblómafræ
1-2 msk rúsínur
8 sneiðar beikon, eldað stökkt
Dressing
1 dós 18% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
2 msk majones
1-2 msk hvítvínsedik
1-2 msk sykur
salt
- Setjið skorið brokkolí í skál og hellið sjóðandi vatni yfir.
- Látið standa í 5 mínútur og hellið þá vatninu frá og blandið lauk, epli, sólblómafræ og rúsínum saman við.
- Gerið dressinguna með því að blanda öllum hráefnum saman og hræra vel. Blandið dressingunni saman við salatið. Skerið stökkt beikonið í litla bita og stráið beikonbitum yfir salatið.
Leave a Reply