Marques de Casa Concha

Chardonnay

Mamma gella varð rétt rúmlega fertug um daginn (49) og ákvað heldur betur að bjóða í veislu með öllu tilheyrandi heima í Sunny-Kef.

Ég ákvað að mæta með tvö vín, eitt rautt og eitt hvítt og athuga hvort annað þeirra myndi nú ekki slá í gegn.

Hvítvínið gerði það heldur betur!

Ég er að tala um Marques Casa Concha Chardonnay.

Mamma var búin að standa sveitt yfir pottunum allan daginn að galdra fram þennan líka dýrindis kalkún með stöffíng og ég veit ekki hvað og hvað og viti menn, Marques Casa Concha Chardonnay er hér með orðið að kalkúnavíni ársins 2018. Litla kombóið!

Vínið er mjög eikað og bragðmikið og hentar einstaklega vel með ljósu kjöti sem og bragðmeiri fiskréttum.

Ég kynni því með stolti annað vínið sem mun koma fram á jólaseðli GRGS árið 2018! Ef þú ætlar að vera með kalkún um jól eða áramót þá ættir þú að næla þér í nokkur stykki, annars endar þú í jólakettinum.

2.999 kr. í Vínbúðinni

4.5*

Og já til hamingju með daginn um daginn mamma❤️

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.