900 g kjúklingabringur, skornar í strimla | |
2 rauðar paprikur, skornar í litla teninga | |
1 laukur, niðurskorinn | |
1 msk paprikuduft | |
1-2 tsk chilíflögur | |
1 tsk cayenne pipar | |
2-3 msk púðursykur | |
3 msk soyasósa | |
3 msk tómatsósa | |
200 g hakkaðir tómatar í dós | |
3 msk ólífuolía | |
1 msk eplaedik | |
salt og pipar |
Styrkt færsla.
1. | Hitið olíu á pönnu og steikið lauk og papriku þar til laukurinn er farinn að mýkjast. |
2. | Setjið öll hráefnin, að kjúklinginum undanskyldum, á pönnuna og smakkið til. Látið malla í 10-15 mínútur við meðalhita. |
3. | Saltið og piprið kjúklinginn og steikið upp úr olíu. Bætið saman við chilísósuna. |
4. | Hitið tortillurnar á pönnu eða í ofni og raðið hráefnum á. Salat, chilíkjúklingur, ostur, tómatar og hvítlaukssósa. |
Leave a Reply