Bjórkjúklingur með rótargrænmeti
Bjórkjúklingur með rótargrænmeti
Bjórkjúklingur með rótargrænmeti

Innihaldslýsing

1,5 kg kjúklingur (t.d. læri, bringur, leggir)
1 laukur, saxaður gróflega
3 hvítlauksrif, söxuð
3 gulrætur
1 steinseljurót
ferskt timían
1 msk balsamik edik, t.d. frá Filippo Berio
safi af 1/2 sítrónu
500 ml dökkur bjór
1 msk kjúklingakraftur, t.d. Oscars
2 lárviðarlauf
1 tsk maizena blandað í smá kalt vatn
salt og pipar
fersk steinselja
Færslan er unnin í samstarfi við Innnes

Leiðbeiningar

1.Setjið 2 msk af smjöri í stóran pott. Brúnið kjúklinginn á öllum hliðum við mikinn hita. Takið úr pottinum og geymið.
2.Setjið lauk og hvítlauk í pottinn og steikið í smá stund við meðalhita.
3.Bætið smjöri saman við og látið gróflega sneiddar gulrætur og steinseljurót þar í. Steikið í nokkrar mínútur og bætið þá fersku timían saman við ásamt sítrónusafa.
4.Látið bjór og kjúklingakraft saman við og látið nú malla við vægan hita í 45 mínútur.
5.Undir lokin bætið maizenblöndunni saman við til að þykkja sósuna. Bara lítið í einu þar til hún er orðin passlega þykk.
6.Smakkið til með salti og pipar og stráið saxaðri steinselju yfir allt.
7.Berið fram með tagliatelle pasta eða kartöflumús.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.