Heimsins besti pastaréttur með ostafylltu ravioli, perum, beikoni valhnetum og gráðostasósu

Home / Fljótlegt / Heimsins besti pastaréttur með ostafylltu ravioli, perum, beikoni valhnetum og gráðostasósu

Þessi pastaréttur er í svo ótrúlega miklu uppáhaldi enda koma hér til sögunnar gráðostur, perur og valhnetur hráefni sem var svo sannarlega ætlað að vera saman. Í þessari uppskrift nota ég fyllt fjögurra osta Ravioli frá RANA en það er einnig gott að prufa fyllt Ravioli með spínati og kotasælu frá RANA í þennan rétt. RANA býður upp á ferskt pasta eins og það gerist best og tekur aðeins 2 mínútur að verða “al dente”.

Related image

 

Ummmmmmmmm

Veisla fyrir bragðlaukana

 

Ravioli með perum, beikoni, valhnetum og gráðostasósu
Fyrir 2 manns
Styrkt færsla
1 poki (250g) 4 osta ravioli frá RANA
250 ml matreiðslurjómi
200 g Philadelphia rjómaostur
50-100 g gráðostur (eða t.d. piparost)
1-2 perur
8-10 sneiðar beikon
100 g valhnetur (eða pekanhnetur)
fersk steinselja

  1. Steikið beikonið þar til það er orðið stökkt og skerið í bita.
  2. Skerið perur í þunnar sneiðar.
  3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
  4. Gerið sósuna og setjið rjóma, rjómaost og smá af gráðostinum saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Smakkið sósuna til með meiri gráðosti ef ykkur hugnast svo.
  5. Setjið pastað í skál ásamt perum og hellið sósunni saman við, magn eftir smekk.
  6. Bætið beikoni og hnetum saman við og blandið vel saman.
  7. Skiptið á diska og stráið ferskri steinselju og svörtum pipar yfir allt. Munið að njóta!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.