Innihaldslýsing

700 g kjúklingalæri, frá Rose Poultry
1-2 tsk turmeric
5 msk ólífuolía, t.d. extra virgin ólífuolía frá Filippo Berio
salt og pipar
60 ml hvítvínsedik
1 krukka grænar ólífur, steinlausar
1/2 búnt fersk steinselja
2 hvítlauksrif
2 msk hvítvín (eða sítrónusafa)
Fyrir 3

Leiðbeiningar

1.Setjið lærin í ofnfast mót og kryddið með turmeric, salti og pipar og dreypið olíu yfir.
2.Hellið síðan ediki yfir kjúklingalærin og látið inn í 200°c heitan ofn í um 30 mínútur eða þar til þau eru gyllt á lit og elduð í gegn.
3.Á meðan kjúklingurinn er í ofninum kremjið ólífurnar lítillega, pressið hvítlaukinn og saxið steinseljuna. Blandið öllu saman í skál ásamt hvítvíni (eða sítrónusafa) og kryddið með salti og pipar.
4.Takið kjúklinginn úr ofninum og setjið á disk. Látið ólífublönduna í ofnfasta mótið sem kjúklingurinn var á og blandið vökvanum sem kom af kjúklingnum saman við ólífumaukið. Hellið yfir kjúklinginn og berið strax fram.

Uppskriftina að þessum kjúklingarétti rakst ég á af vef NYT og hann kallaði á mig enda með eindæmum fallegur og auðveldur í gerð. Þarna hefur enn einn stórgóði kjuklingarétturinn bæst í safnið okkar góða. Njótið vel!


 

 

 

 

 

 

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.