Það er að mínu mati fátt sem toppar byrjun á góðum degi en að gæða sér á eggjum. Eggin innihalda fullt hús matar og eru próteinrík, innihalda a, b2, b6, b12 og d vítamín, fólínsýru, járn svo eitthvað sé nefnt. Eggin gefa okkur gott start á daginn og svo eru þau bara svo dásamlega bragðgóð, ódýr og endalaust hægt að finna nýjar útgáfum með þessu hráefni.
Þetta er mitt nýja uppáhald – gúrm eggjahræra með tortillu og avacado. Mér til mikillar furðu voru börnin líka að elska þetta og báðu um meira..og meira.
Morgunverðar tortilla með eggjum og avacado
4 stór egg
3 vorlaukar, saxaðir
sjávarsalt og pipar
2 tortillur
1 tsk smjör
1 avacado, stappað með gaffli
1 lime
6-8 kirsuberjatómatar, skornir í fernt
1 chilí, fræhreinsað og saxað
ferskt kóríander, saxað
rifinn mozzarella
chilí mauk, t.d. chili paste frá Blue dragon
- Stappið avacado og setjið safa úr hálfri lime saman við ásamt salti og pipar.
- Látið egg og vorlauk í skál og hrærið með gaffli. Saltið og piprið ríflega.
- Hitið tortillurnar á pönnu eina í einu í um 1 mínútu á hvorri hlið. Setjið í álpappír til að halda hita meðan eggin eru gerð.
- Setjið eggjahræruna út á pönnuna og hrærið í um 1 mínútu. Varist að hita þau of lengi því þá verða þau þurr.
- Setjið avacado á tortillurnar og dreyfið vel.
- Skiptið eggjahrærunni á milli tortillanna og setjið svo tómata, chilí og kóríander yfir. Berið fram með chilí sósu.
Leave a Reply