Ostafyllt ravioli með beikonkurli í tómatrjómasósu

Home / Fljótlegt / Ostafyllt ravioli með beikonkurli í tómatrjómasósu

Þessi dásemdar pastaréttur er sannkallaður boðberi sumarsins. Kælt hvítvín, þessi uppskrift og gott súrdeigsbrauð og volá – þið eruð komið með hinn besta veislumat sem er tiltölulega góður fyrir budduna, fáránlega fljótlegur og ó-svo bragðgóður.

Ég notaði ferska basilíku því hún setur að mínu mati punktinn yfir i-ið þegar pastaréttir eru annars vegar en hitt gengur alveg. Í staðinn fyrir að skera beikonið í sneiðar keypti ég einfaldlega beikonkurl. Svo mæli ég með Rana pasta sem er ferskt og þarf því einungis 2 mín. í suðu. Þessi slær í gegn hjá þeim sem hann bragða!

Einfaldur og góður pastaréttur

Ostafyllt ravioli með beikonkurli í tómatrjómasósu
500 g ostafyllt ravioli frá RANA
5 dl rjómi
1 dós saxaðir tómatar
4 msk hvítvínsedik
500 g beikon
500 g sveppir
4 hvítlauksrif
basilíka
timían
parmesan

  1. Skerið beikon í bita og setjið á pönnu.
  2. Skerið sveppi niður og pressið hvítlauk og setjið saman við beikonið. Steikið lítillega og bætið tómötum saman við.
  3. Bætið þá hvítvínsediki, basilíku, timían, salti og pipar saman við og látið malla þar til mestur vökvi af tómötunum hefur gufað upp.
  4. Bætið parmesan og rjoma saman við og látið malla, ekki sjóða, við lágan hita í 20-25 mínútur. Smakkið til með hvítvínsediki, parmesan og kryddum.
  5. Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á pakkningu. Hellið vatni frá og bætið pastanum saman við sósuna.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.