Styrkt færsla
1. | Hnoðið smjöri og hveiti fyrir bökudeigið vel saman. Bætið salti, eggjarauðu saman við og að lokum köldu vatni. Dreifið úr deiginu í ofnfast mót og stingið í botninn með gaffli á nokkrum stöðum. |
2. | Bakið í um 15 mínútur í 200°c heitum ofni. Látið standa í 4-5 mínútur. |
3. | Hitið smjör á pönnu og steikið kjúklingabitana. Bætið spínati og hvítlauki saman við og steikið áfram. Saltið og piprið. |
4. | Bætið sólþurrkuðum tómötum og fetaosti saman við og setjið allt í bökuna. |
5. | Hrærið egg, mjólk, paprikukrydd og salt saman og hellið yfir kjúklinginn. |
6. | Endið á að strá mozzarellaosti yfir allt og setjið í 200°c heitan ofn í um 30 mínútur. |
7. | Berið fram með hrísgrjónum og einföldu salati. |
Leave a Reply