Besti fiskréttur í heimi – geimi!
Besti fiskréttur í heimi – geimi!

Innihaldslýsing

2 msk smjör
3 skarlottulaukar, saxaðir
250 g spínat
salt og pipar
800 g lax
6 sólþurrkaðir tómatar í olíu
1 dós 5% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
1/2 krukka feti í kryddolíu, t.d. frá Mjólka
fersk basilíka
Styrkt færsla. Ferskur lax úr fiskbúð FISHERMAN. Uppskrift frá Trines matblogg

Leiðbeiningar

1.Hitið smjör á pönnu og steikið laukinn við meðalhita þar til hann er orðinn glær.
2.Blandið spínati saman við og steikið í 1-2 mínútur. Setjið í ofnfast mót.
3.Skerið laxinn niður í bita og leggið yfir spínatið.
4.Setjið sólþurrkaða tómata, sýrðan rjóma, fetaost og basilíku í matvinnsluvél og maukið saman.
5.Setjið blönduna yfir laxinn og látið í 200°c heitan ofn í um 20 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.