Innihaldslýsing

1 stór heill kjúklingur
2 msk Mild Curry spice paste frá Pataks
2 msk jurtaolía, ég notaði avocado olíu
1 krukka Tikka Masala sósa frá Pataks
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af öllum indverskum mat og finnst fátt betra en að dúlla mér með allskonar krydd, marineringar og góð hráefni. Stundum er þó ansi mikið að gera og get ekki gefið mér tíma í að standa yfir pottum og pönnum. Þvílíki lúxusinn sem það er að geta gripið í tilbúnar...

Leiðbeiningar

1.Skolið kjúklinginn og þerrið með eldhúsbréfi. Setjið hann á plastbretti með bringurnar niður. Klippið hrygginn úr með því að nota fuglaskæri og klippa upp sitthvoru megin við hrygginn. Þegar þið hafið losað hrygginn frá, snúið þá kjúklingnum við og ýtið niður á bringurnar.
2.Setjið kjúklinginn í eldfast mót eða stóra steypujárnspönnu með bringurnar upp. Blandið saman karrímaukinu frá Pataks og olíunni saman í skál og makið vel á allan kjúklinginn. Munið að bera líka á hann undir. Leyfið að marínerast í 30 mín en 15 mín duga alveg.
3.Hitið ofninn á meðan upp í 230°C. Takið þá Tikka masala sósuna og makið vel af henni yfir kjúklinginn, alveg 1/3 af krukkunni amk. Setjið kjúklinginn inn. Eftir 15 mín lækkið þið hitann niður í 180°C og haldið áfram að ofnsteikja kjúklinginn. Það er gott að pensla hann aðeins með tikka masala sósunni á tímanum sem hann er inni í ofni.
4.Það er gott að miða við að byrja að sjóða hrísgrjónin þegar kjúklingurinn fer inn í ofn. Berið fram með afgangnum af Tikka masala sósunni, hríagrjónunum, naan brauði og jafnvel fersku salati.

Ég hef alltaf verið mjög hrifin af öllum indverskum mat og finnst fátt betra en að dúlla mér með allskonar krydd, marineringar og góð hráefni. Stundum er þó ansi mikið að gera og get ekki gefið mér tíma í að standa yfir pottum og pönnum. Þvílíki lúxusinn sem það er að geta gripið í tilbúnar sósur og kryddmauk og henda í gúrm indverskan sem eldar sig eiginlega bara sjálfur!

Ég marinera kjúklinginn uppúr kryddmauki frá Pataks og nota svo Tikka Masala sósuna frá þeim líka. Útkoman var alveg sérlega bragðgóður réttur sem var alls ekki of sterkur heldur svo allir gátu fengið sér vel af honum.

 

Uppskrift og myndir eru eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf, umboðsaðila Patak’s á Íslandi

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.