Innihaldslýsing

4 kjúklingabringur
salt og pipar
ólífuolía
1 dl hvítvín (t.d. Stemmari)
1 dl kjúklingasoð
1 1/2 dl nýpressaður appelsínusafi
2 msk balsamik edik
1 tsk fljótandi hunang
1 msk smjör
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Kryddið kjúklingabringur með salti og pipar.
2.Brúnið kjúklingabringurnar á báðum hliðum á heitri pönnu um 3 mín á hvorri hlið.
3.Látið í ofnfast mót og eldið við 180°c í 30-40 mínútur eða þar til þær eru fulleldaðar.
4.Látið standa í 5 mínútur undir álpappír áður en skorð er í þær.
5.Appelsínusósa: Látið kjúklingasoð, hvítvín og appelsínusafa á sömu pönnu og þið steiktuð kjúklinginn á. Hitið að suðu.
6.Smakkið til með balsamik ediki, hunangi, salti og pipar.
7.Þegar sósan hefur aðeins þykknað bætið þá smjöri saman við og slökkvið á hitanum.
8.Berið kjúklinginn fram með appelsínusósu og meðlæti að eigin vali.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.