Innihaldslýsing

20 g ferskt engifer
15 g ferskt túrmerik
1 sítróna
1-2 appelsínur
1 tsk hunang (má sleppa)
1/8 tsk cayenne
svartur pipar
Hér má leika sér með uppskriftina og bæta við gulrótum, ananas, mangó eða það sem hugurinn girnist hverju sinni.

Leiðbeiningar

1.Takið börkinn af sítrónu og appelsínu.
2.Saxið engifer og túrmerik smátt. Ég hef hýðið á.
3.Látið í matvinnsluvél ásamt cayenne og blandið vel. Bætið við köldu vatni eftir þörfum.
4.Fyrir þá allra hörðustu er hægt að drekka þetta svona en annars er gott að setja í gegnum sigti.
5.Deilið niður á 4 glös og látið svartan pipar yfir.

Hér má leika sér með uppskriftina og bæta við gulrótum, ananas, mangó eða það sem hugurinn girnist hverju sinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.