Innihaldslýsing

1 sæt kartafla
300 g perlubygg
1 lítill rauðlaukur
2 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 sítróna
100 þurristaðar valhnetur eða pekanhnetur, t.d. frá Himneskri hollustu
50 g graskersfræ, t.d. frá Himnesk hollusta
1 búnt fersk steinselja
salt og pipar
2 msk sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
1/2 - 1 krukka fetaostur, t.d. frá Mjólku
Fyrir 5 manns

Leiðbeiningar

1.Afhýðið sætar kartöflur og skerið í litla teninga. Setjið í ofnfast mót og hellið ólífuolíu yfir. Eldið við 180°c í um 30 mín eða þar til mjúkar.
2.Sjóðið byggið skv leiðbeiningum á pakkningum.
3.Setjið olíu á pönnu og léttsteikið hvítlauk.
4.Fínrifið börkinn á sítrónunni og setjið saman við hvítlaukinn.
5.Setjið sólþurrkaða tómata saman og safanum af hálfri sítrónu.
6.Hellið blöndunni yfir heitt og fulleldað perlubyggið.
7.Bætið sætum kartöflum, graskersfræjum og söxuðum pekanhnetum saman við og kælið.
8.Bætið saxaðri steinselju, fetaosti, salti og pipar.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himnesk hollusta

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.