Innihaldslýsing

120 ml volgt vatn
2 ¼ tsk þurrger
1 tsk sykur
125 ml nýmjólk
50 g sykur
1 egg
1 eggjarauða
500 g hveiti
70 g smjör, mjúkt
50 g muldar Oreo kökur
Uppskriftin gerir um 12 snúða

Leiðbeiningar

1.Velgið vatn að 37-40°C.
2.Hrærið geri og 1 tsk af sykri saman við og setjið í hrærivélaskál. Bíðið í 5 mín á meðan blandan fer að freyða.
3.Setjð þá saman við mjólkina, sykurinn, eggið, eggjarauðu og hrærið með króknum.
4.Blandið þá hveitinu saman við, fyrst ca. 250g og hrærið vel, og bætið svo restinni rólega saman við. Þegar deigið er orðið þokkalega samfellt, setjið þá smjörið saman við í smá bitum og hrærið vel á milli.
5.Að síðustu hnoðið muldum oreo kökum saman við. Takið deigið úr skálinni og hnoðið á borði í smástund og setjið aftur í olíuborna skál. Setjið plastfilmu yfir og látið hefast á volgum stað í 40 mín.
6.Eftir að deigið hefur hefast í fyrsta sinn, þá þarf að taka það úr skálinni og fletja það út í ferhyrning. Aðeins minni en stærð á venjulegri ofnplötu.
7.Smyrjið deigið með smjörinu og stráið sykrinum yfir. Dreifið þá muldum Oreo kökum yfir og þrýstið létt yfir með lófunum.
8.Rúllið upp deiginu og skerið í 12 snúða. Mér finnst best að skipta deiginu fyrst í tvennt og svo helming í 6 hluta svo snúðarnir verði nokkurnveginn jafnir að stærð.
9.Setjið snúðana í ofnfast mót eða skúffukökuform sem hefur verið smurt með smjöri og látið hefast í ofni sem hefur verið hitaður upp í 50°C og úðaður duglega með vatni, í 40 mín.
10.Takið þá snúðana út og hitið ofninn í 180°C. Þegar ofninn hefur náð hita, setjið þá snúðana inn og bakið í 30 mín.
11.Þeytið saman rjómaost og smjör og bætið svo sykri og vanilludropum saman við. Þeytið vel saman.
12.Þegar snúðarnir eru tilbúnir, takið þá úr ofninum og látið þá bíða í 5 mín áður en þið smyrjið kreminu yfir.
13.Dreifið muldum Oreo kökum yfir sem skraut.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.