Pönnukökur með bönunum og súkkulaðibitum

Home / Bröns / Pönnukökur með bönunum og súkkulaðibitum

Hvað er betra en að byrja morguninn með dásamlegum pönnukökum. Þessar eru einfaldar í gerð og fljótlegar með bönunum og súkkulaðibitum sem gera ekkert annað en að gleðja viðstadda. Uppskriftina fann ég á allrecipes.com og sé ekki eftir því að hafa prufað þær. Frábærar með jarðaberjum og hlynsýrópi eða einar og sér.

IMG_1303 IMG_1342 IMG_1349


Pönnukökur með bönunum og súkkulaðibitum

130 g Kornax hveiti
180 ml mjólk
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
3 msk smjör, brætt
2 egg
1 msk sykur
1 tsk vanilludropar
1 1/2 banani, skorin í sneiðar
80 g dökkir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus

  1. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál. Í aðra skál skulu þið blanda saman mjólk, bræddu smjöri, eggjum, sykri og vanilludropum. Hellið saman við þurrefnin og hrærið þar til þetta hefur rétt svo blandast saman. Bætið þá súkkulaðidropum og banönum varlega saman við með sleif. Bætið við mjólk ef þörf er á.
  2. Steikið pönnukökurnar á smurði pönnu og berið fram með öllu því sem hugurinn girnist.

* Pönnukökurnar eru bornar fram á fallegum marmaraplatta sem fást í versluninni Snúran www.snuran.is.

,.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.