Kjúklingaréttur sem bráðnar í munni

Home / Fljótlegt / Kjúklingaréttur sem bráðnar í munni

Við tökum okkur smá ferðalag til Ítalíu því hér er á ferðinni dásamlegur kjúklingarréttur með parmesanhjúpi, mozzarellaosti og basilíku sem er einfaldur í gerð og hreinlega bráðnar í munni viðstaddra.

IMG_5723-2

IMG_5726

Ítalskur marinara kjúklingaréttur
Tómatmauk
4 msk ólífuolía
4 skarlottulaukar, saxaðir
4 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 dós hakkaðir tómatar
2 tsk oregano
¼ tsk piparflögur
½ búnt fersk basilíka, söxuð
Kjúklingur
40 g brauðrasp
75 g parmesan rifinn
70 g hveiti
2 egg, léttþeytt
8 úrbeinuð kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry (fást frosin í öllum helstu matvöruverslunum)
4 msk ólífuolía
Mozzarellaostur, rifinn

  1. Hitið olíu á pönnu við meðalhita og léttsteikið skarlottulaukinn þar til hann er farinn að mýkjast. Bætið þá hvítlauk saman við og steikið i mínútu til viðbótar. Bætið tómötum, oregano og piparflögunum. Látið malla við vægan hita í um 10 mínútur. Bætið þá basilíku saman og við saltið og piprið að eigin smekk. Takið til hliðar og geymið.
  2. Blandið parmesanosti og brauðmylsnum saman í grunna skál. Hellið hveitinu á disk og látið egginn í aðra grunna skál.
  3. Byrjið á að dýfa kjúklinginum í hveitið, síðan í eggin og að lokum í brauðmylsnuna og látið hana hylja hann vel.
  4. Steikið kjúklinginn upp úr olíunni þar til hann er orðinn gylltur og bætið við olíu eftir þörfum. Setjið kjúklinginn því í ofnfast mót og hellið sósunni yfir hann. Stráið mozzarellaosti yfir allt. Setjið í 180°c heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og osturinn hefur bráðnað. Berið fram með góðu salati og t.d. tagliatelle.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.