Hjá mér og mínum er júlí tími ferðalaganna. Fyrir þau langar mig alltaf að útbúa eitthvað ómótstæðilegt nesti svo ég þurfi ekki að súpa hveljur á meðan ég borða pullu með öllu. En í raunveruleikanum á ég 4 börn og má þakka fyrir að muna eftir að taka þau öll með þegar við leggjum af...
Category: <span>Snarl</span>
Mexíkóskar taco skálar
Mexíkósur matur er alltaf vinsæll og þessi útfærsla á tortillum er sérstaklega skemmtilegt, einföld og vekur ávallt mikla lukku hjá börnunum. Taco skálar 8 tortillur 500 g nautahakk 1 dós salsasósa meðalsterk eða sterk rifinn ostur iceberg kál, smátt skorið tómatar, smátt skornir guagamole sýrður rjómi ólífur Aðferð Hitið ofninn á 175°c. Mýkið tortillurnar með...
Ferskt og bragðmikið LKL rækjusalat
Nýlega kom út matreiðslubók um Lágkolvetna lífsstílinn – LKL eftir Gunnar Má Sigfússon, en Gunnar hefur um langt árabil verið einn vinsælasti líkamsræktarþjálfari og heilsuráðgjafi landsins. Í þessari bók leiðir hann lesendur í allan sannleika um þennan jákvæða lífsstíl og gefur fjölda uppskrifta að girnilegum réttum sem auðvelda fólki leiðina að heilbrigðara lífi. Ég kolféll fyrir...
Ofnbakaðar ostastangir
Ostastangir eru vinsæll réttur á veitingastöðum og hentar sem vel sem partýmatur eða snarl. Í flestum tilfellum eru ostastangirnar þó djúpsteiktar, en ég brá á það ráð að baka ostastangirnar í ofninum. Þær heppnuðust frábærlega og voru engu síðri en þær djúpsteiku. Osturinn lekur út og góð salsaídýfa setur hér punktinn yfir i-ið. Algjört gúmmelaði!...
Ómótstæðilegt epla nachos!
Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...
Heimagerð Dukkah
Dukkah er egypsk kryddblanda sem saman stendur af hnetum, kryddum og fræjum. Algengast er að hún sé borin fram með brauði sem fyrst er dýft í olíu og síðan í kryddblönduna sem festist þá við brauðið. En möguleikarnir eru margir og einnig er hægt er að nota dukkah á kjöt, fisk, grænmeti o.s.frv. Dukkah færir...
Næringaríka kjúklingasalatið
Vinkona mín minntist á það við mig um daginn hvað það væri skrítið að ég hafi ekki enn ekki komið með eina einustu uppskrift að kjúklingasalati. Allir sem þekkja mig vita að ég er sjúk í kjúklingasalöt og allan þann fjölbreytileika sem þau hafa upp á að bjóða og ef ég get pantað mér kjúklingasalat...
Pina Colada smoothie í grænni útgáfu
Þessi er tileinkaður okkur sem elskum sólina, sumarið og óskum þess stundum að við gætum fengið okkur eins og einn pina colada með góðri samvisku áður en við byrjum daginn af alvöru. …og nú er komið að því. Á morgun mun ég vakna og byrja daginn með þessum, nýja æðinu mínu, pina colada le green!...
Super nachos með bræddum osti & salsakjúklingi
Mér þykir ótrúlega gaman og gott að fá mér super nachos á veitingahúsi. Tosa til mín nachosflögurnar með hrúgu af bræddum osti, salsakjúklingi og dýfa í sýrða rjómann. Hreinn unaður!! Ég gerði þessa uppskrift um síðustu helgi og nýtti afganginn af límónukjúklinginum frábæra sem var í matinn kvöldinu áður og smellpassaði í þennan rétt. Uppskriftina...
Döðlu & ólífupestó
Uppskriftina að þessu brjálæðislega góða döðlu & ólífupestói fékk ég hjá henni Karin Ernu Elmarsdóttur. Ég var stödd í boði þar sem þetta var á boðstólnum og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég smakkaði það, þvílík dásemd. Ég linnti ekki látum fyrr en ég fékk uppskriftina sem hún Karin á sjálf heiðurinn að....
Trylltar orkukúlur
Ég sat í gær svöng og borðaði ávaxtamauk frá dóttur minni, ógeðslega fúl yfir því að eiga ekkert sætt og gott til að borða. Dreymdi um að einhver kæmi með nýbakaða súkkulaðiköku með mjólk handa mér, en sá draumur rættist ekki!!! Hvað er það samt? Ákvað hinsvegar þá að gera eitthvað ótrúlega gott í eldhúsinu...
Gyros í pítubrauði með kjúklingi og tzatziki
Gyro er grískur skyndibiti þar sem lamb eða kjúklingur sem grillaður hefur verið á teini er settur í pítubrauð eða flatbrauð ásamt tómötum, lauk og jógúrtsósu. Þessi réttur var eldaður í kvöld á heimilinu við mikla ánægju viðstaddra og er þetta orðinn einn af mínum uppáhalds réttum. Það er alltaf svo gaman þegar að hollusta...
Gestabloggarinn Kári Gunnarsson
Þá er komið að því að setja gestabloggarann aftur í gang eftir gott jólafrí. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hversu vel tekið er í þennan hluta og hvað fólk eru tilbúið að taka þátt í því að gefa okkur hinum sína góðu uppskrift. Að mínu mati gefur þetta síðunni þetta auka “töts” og...
Ristaðar & kryddaðar kjúklingabaunir
Kjúklingabaunir eru án kólesteróls en auðugar af próteini,kolvetnum og steinefnum og því tilvaldar sem heilsusamlegt og gott nasl. Þetta nasl er hinvegar hrikalega ávanabindnandi! Ristaðar stökkar og bragðgóðar kjúklingabaunir, kryddaðar eftir smekk hvers og eins. Það tekur stutta stund að skella í svona, en ég mæli með að þið tvöfaldið uppskriftina þar sem þetta hverfur...
Fljótlega og holla kjúklingavefjan
Á virkum dögum er maður oft að glíma við tímaleysi þegar kemur að kvöldmat og oftar en ekki þarf maður að finna eitthvað fljótlegt og gott en er samt ekki tilbúin að gefa eftir í hollustunni. Þessi réttur er einmitt tilvalinn á svona dögum. Með tilbúnum grilluðum kjúklingi getur þessi réttur verið tilbúinn á innan...
Hunangsgljáður cheddar ostur
Ef ykkur vantar fallegt, bragðgott, öðruvísi og ofureinfalt snarl að þá er þessi réttur mjög líklega sá eini rétti!! Hér er um að ræða góðan ost með hunangsgláa, döðlum og valhnetum, borðað á eplasneið. Í þessari uppskrift notum við cheddarost sem fæst í flestum matvörubúðum, en það er í raun hægt að nota hvaða ost...
Eggaldinmauk með myntu
Þessa eggaldinmauk geri ég reglulega þegar okkur langar í hollt og gott snarl og bragðast alveg frábærlega með ristaðri tortillu, pítubrauði eða sem álegg á samloku. Reykt eggaldinmauk með myntu 1/3 bolli möndlur 1 stórt eða 2 lítil eggaldin 2 msk ólífuolía 2-3 msk sítrónusafi 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk fersk mynta, söxuð 2 msk...
Dillandi Dillpopp
Öðruvísi heillar mig klárlega í matargerð og stundum leiðir það til þess að maður smakkar eitthvað sem maður ætti alls ekki að hafa smakkað. Það á hinsvegar ekki við í þessu tilfelli, þetta er hrikalega skemmtileg útgáfa á poppi og ég mana ykkur að prufa. Hentar vel sem frábær og öðruvísi forforréttur nú eða bara...