Þessa ómótstæðilegu mars-twix ostaköku með karmellusósu gerði vinkona mín hún Birna Varðar fyrir veislu á dögunum. Þegar ég sá hana kom ekkert annað til greina en að ég fengi uppskriftina enda á ferðinni kaka sem er ómótstæðileg með meiru. Birna tók vel í það og hér er uppskriftin fyrir okkur hin að njóta en hún...
Recipe Category: <span>Bakstur</span>
Súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu
Þegar ég hugsa um fullkomnun í bakstri hefur hugurinn oft leitað til Melkorku muffins sem færðu mig og aðra sem þær smökkuðu til muffinshimna. Þessar súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu eru nú komnar í sama flokk enda algjörlega ólýsanlega góðar og verða að komast á to do listann þinn. Súkkulaðideig sett í muffinsform Rjómaostakrem sett yfir Að lokum...
Pönnukökur með bönunum og súkkulaðibitum
Hvað er betra en að byrja morguninn með dásamlegum pönnukökum. Þessar eru einfaldar í gerð og fljótlegar með bönunum og súkkulaðibitum sem gera ekkert annað en að gleðja viðstadda. Uppskriftina fann ég á allrecipes.com og sé ekki eftir því að hafa prufað þær. Frábærar með jarðaberjum og hlynsýrópi eða einar og sér. Pönnukökur með bönunum...
Snúðar með súkkulaðifyllingu
Himneskir snúðar með súkkulaðifyllingu sem bræða hjörtu og minna mig helst á gott sumar í París þar sem allir dagar byrja á nýbökuðu súkkulaðicroissant og góðum kaffibolla….ahhhhhh! Himneskir snúðar með súkkulaðifyllingu nýkomnir úr ofni Snúðar með súkkulaðifyllingu Gerir um 18 stk 240 ml mjólk, volg 75 g smjör, brætt 60 g sykur 1 pakki...
Nýbakaðar skonsur á 30 mínútum
Það er alltaf einhver óútskýranlegur sjarmi í því að gæða sér á nýbökuðum skonsum og ekki er verra ef að uppskriftin er einföld og fljótleg eins og þessi hér. Á aðeins 30 mínútum eru þið búin að blanda, hnoða, baka og mögulega byrjuð að gæða ykkur á þessum himnesku skonsum – ekki slæmt það. Í...
Oreo ostakökubitar
Ómótstæðilegir ostakökubitar sem gaman er að bjóða upp á í veislum og hentar sérstaklega vel með pinnamat, nú eða í eftirrétt með góðum kaffibolla. Þessir slá alltaf í gegn. Oreo ostakökubitar Gerir um 40 stk. 36 oreokex 4 msk smjör 900 g rjómaostur, mjúkur 200 g sykur 230 g sýrður rjómi 1 tsk vanilludropar 4...
Hollar Rolo kúlur
Hver kannast ekki við Rolo bitana góðu? Hér koma þeir í hollari búningi þar sem karmellan er gerð úr döðlum og hnetusmjöri og kúlunum síðan dýft í dökkt súkkulaði blandað með kókosolíu. Hreint út sagt dásamlegar kúlur til að eiga í kæli nú eða bara borða strax..ommnommm! Hollar Rolo kúlur Gerir um 16-18 stk 200...
Bestu morgunverðarbollurnar
Það er fátt betra en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum í morgunsárið með góðu áleggi og nýkreistum safa en þessi uppskrift hefur einmitt að geyma leyndardóminn að einum af mínum uppáhalds bollum. Uppskriftin er stór og stundum helminga ég hana, en oftast sé ég eftir því þar sem bollurnar eru fljótar að hverfa ofan...
Stökkir nammibitar
Rice Krispies, hunang, hnetusmjör og súkkulaði er allt sem þar til að gera þessu einföldu en um leið dásamlegu nammibita sem eru stökkir með ljúfri karmelluáferð. Tilbúnir á innan við 30 mínútum fyrir okkur að njóta. Stökkir nammibitar 170 ml hunang 130 g hnetusmjör 70 g Rice Krispies 250 g Síríus Konsum súkkulaðidropar Bræðið hunang...
Ofurkúlur með súkkulaði og chia fræjum
Þessar kúlur eru sannkallaðar ofurkúlur en þær innihalda meðal annars chia fræ, haframjöl og möndlusmjör. Möndlusmjörið í þessa uppskrift fékk ég í Bónus frá Himneskt og fagna ég því mjög að geta loksins keypt það í almennum matvöruverslunum enda er ég farin að nota það mikið í bakstur. Það er hinsvegar einfalt að útbúa sitt...
Hinn fullkomni eftirréttur
Fyrsta matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera kom út stuttu fyrir jól og fékk frábærar viðtökur. Bókin hefur að geyma rétti sem einfalt og fljótlegt er að útbúa og þar sem hráefnum er haldið í lágmarki og flækjustiginu jafnframt. Í þessari bók má finna bragðgóðar uppskriftir að bragðgóðum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum. Í tilefni...
Silkimjúk eplakaka með heitri vanillusósu
Við þurfum ekki að hafa mörg orð um þessa dásemd. Silkimjúk eplakaka nýkomin úr ofninum og borin fram með heitri vanillusósu….Ójá – þetta gerist ekki mikið betra! Eplakaka með heitri vanillusósu 120 g smjör, mjúkt 200 g sykur 2 egg 2 tsk vanilludropar 250 g hveiti 2 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 2 tsk...
Súkkulaðikaka á einni mínútu
Suma daga þarf ég að fá súkkulaði ekki seinna en núna! Löngunin hellist skyndilega yfir mig og ég geri dauðaleit af bökunarsúkkulaðinu sem stundum er til. Reyni að fá mér rúsínur til að róa sykurpúkann, en hann lætur ekki blekkjast. Í tilfellum sem þessum kemur þessi uppskrift eins og himnasending. Hér fær fljótlegt nýja merkingu...
Marengskaka með ávaxtarjóma og karmellusúkkulaðikremi
Það er fátt sem heillar jafn mikið á góðum degi þegar gera á vel við sig og marengsterta. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér enda dásamlega bragðgóð. Botninn með púðursykri og Rice krispies með jarðaberjarjóma og kreizí góðu súkkulaðikarmellukremi. Kaka sem er bæði mjúk og stökk í senn og fær viðstadda til að stynja....
Pestófyllt fléttubrauð
Þetta fallega pestófyllta fléttubrauð er hluti af færslu sem birtist frá GulurRauðurGrænn&salt í fermingarblaði Morgunblaðsins á dögununum en hér er á ferðinni brauð sem gaman er að bera fram í veislum. Brauðið er mjúkt og bragðgott og lítur skemmtilega út. Það má fylla með í rauninni hverju sem er, pestó að eigin vali, sólþurrkuðum tómötum,...
Gestabloggarinn Ragga Nagli
Það er ekki eingöngu þegar að maður er lítið barn sem maður velur sér fyrirmyndir í lífinu. Fyrirmyndirnar hafa að sjálfsögðu breyst eftir því sem árunum hefur fjölgað og nú eru fyrirmyndirnar mínar meðal annars fólk sem er einlægt, hefur jákvæðni að leiðarljósi, býr yfir einstakri reynslu sem það nær að miðla áfram og er...
Skotheldar vatnsdeigsbollur með súkkulaðiglassúr
Bolludagur er dagur í miklu uppáhaldi hjá mér og engu minna en þegar en ég var barn. Hér er uppskrift að þessari klassísku góðu með súkkulaðiglassúr sem ætti ekki að klikka. Berið fram með góðri sultu og rjóma, nú eða vanilluís..þar er líka algjört gúmmelaði. Skotheldar vatnsdeigsbollur 100gr smjörlíki 2 dl vatn 2 dl hveiti...
Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi
Ein vinkona mín sagði við mig um daginn að það væri augljóst eftir að hafa rennt í gegnum matarbloggið hvaða hráefni væru í uppáhaldi hjá mér. Ég hafði nú ekki tekið eftir því sjálf en þegar hún benti mér á það var það augljóst..kannski einum of. Meðal þessara uppáhalds hráefna er hnetusmjör mjög ofarlega á listanum...