Þetta er uppáhalds kakan mín í öllum heiminum…geiminum og hún vann ekki bara hjarta mitt heldur hjörtu allra sem hana smakka…meira að segja sonar míns sem segist ekki borða nnnetur ;). Hér er á ferðinni frábær útgáfa af franskri súkkulaðiköku með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu. Svo ótrúlega einföld að þið finnið vart einfaldari köku og...
Recipe Category: <span>Bakstur</span>
Orkunammi með tröllahöfrum,döðlum, möndlum og dökku súkkulaði
Hér er á ferðinni smá sælgæti sem er stútfullt af góðri næringu og gefur manni orkuskot þegar að maður þarf sem mest á því að halda. Það er gott að hafa þessar við höndina. YumYum! Orkunammi 14 stk 100 g tröllahafrar 50 g dökkt súkkulaði, saxað 50 g rúsínur 50 g steinlausar döðlur, saxaðar 25...
Pítsabrauð með bræddum mozzarellaosti
Pítsu kunna flestir að meta og hér sameinast gott brauð og pítsa í eitt. Þú velur þitt uppáhalds álegg, lætur ost í miðju brauðsins og niðurstaðan er þetta flotta og nammigóða pítsabrauð sem er víst til að vekja lukku. Pítsabrauð 2 tsk þurrger 360 ml volgt vatn 500 g hveiti 2 tsk sjávarsalt 1 1/2...
Veitingastaðurinn Gló og himnesk Pekanpæja
Ég hef alltaf jafn gaman að því að borða mat sem er litríkur, hollur og bragðgóður og skal því engan undra að þegar ég borða úti verður veitingastaðurinn Gló oft fyrir valinu. Þangað fer ég Í góðum félagsskap og gæði mér á girnilegum réttum dagsins og ávallt er staðurinn þéttsetinn. Á Gló er fjölbreytnin mikil...
Súkkulaði Baileys bomba
Þessi kaka er fyrir alla súkklaði og Baileys elskendur þarna úti, sem ég ímynda mér að sé dágóður fjöldi fólks, enda fátt sem slær þessari tvennu út. Samankomin í köku mætti segja að hér sé hrein fullkomnun á ferð. Hér skiptir miklu máli að ofbaka ekki kökuna þannig að hún sé mjúk og jafnvel pínu...
Marengsterta með maltesers súkkulaðikremi
Hvort sem um er að ræða köku með kaffinu eða í veisluna að þá standa marengstertur standa ávallt fyrir sínu. Þegar þú sameinar svo marengs með rjóma og malteserssúkkulaði að þá ertu komin með þennan sigurvegara sem vekur lukku hvert sem hún fer. Marengsterta með maltesers súkkulaðikremi Marengs 300 g flórsykur 150 g Maltesers 5...
Hollustubrownies sem bráðna í munni
Ég hef sagt það áður að ég hef sérstaklega gaman af því að gera hráfæðikökur þar sem hollusta og einfaldleiki fara saman. Uppistaðan í þessari uppskrift eru hnetur, döðlur og kakó og yfir þær fer silkimjúkt súkkulaðikrem með avacado sem ég mæli með því að þið prufið að gera. Margir kunna að hræðast að nota...
Karmelluostakaka með oreobotni
Mikið sem það var nú notalegt að vakna upp í morgun og sjá fallega snjóbreiðu yfir öllu. Á svona dögum er dásamlegt að búa á Íslandi. Ég skellti mér í góðan göngutúr í þessu hressandi veðri og kom svo inn og gæddi mér á dásamlegu tei úr nýju tebollunum mínum sem ég fékk hjá Tefélaginu....
Súkkulaði með karmellu Rice Krispies
Hér er tilbrigði við víðfrægan og óskeikulan barnaafmælisklassíker og sannkölluð lúxusútgáfa. Súkkulaðið er einfalt í gerð en alveg ótrúlega gott og kemur skemmtilega á óvart. Tilvalið sem einfaldur eftirréttur eftir góðan mat – eða bara hvenær sem hugurinn girnist. Súkkulaði með karamellu Rice Krispies 110 g sykur 2 msk vatn 50 g rice krispies 450...
Sara Bernhardt hinnar uppteknu húsmóður
Nú er loksins komið að því að fá til okkar góðan Gestabloggara sem að þessu sinni er hún Lára Betty Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Noregi. Lára gerði á dögunum óvenjulegar Sörur sem hafa heldur betur slegið í gegn og þá sérstaklega hjá þeim sem elska að borða Sörur en vilja...
Kúlugott
Nýlega kom út fyrsta bók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – en hún inniheldur uppskriftir að fljótlegum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum sem hentar bæði virka daga og um helgar og er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem elska að borða góðan mat en hafa ekki mikinn tíma til að standa í eldhúsinu. Í bókinni er mikið...
Daim og karmellu smákökur
Þessar smákökur eru vinsælastar hjá drengjunum mínum. Stökkar og góðar og bókstaflega bráðna í munni. Daim og karmellusmákökur 230 g mjúkt smjör 170 g sykur 150 g púðursykur 2 egg 2 dl karamellusósa 200 g Daim-kúlur 100 g haframjöl 1 msk matarsódi 220 g hveiti 2 tsk vanilludropar Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman....
Sörur Sörusystra
Það er fátt betra og jólalegra en dásamlega bragðgóðar og fallegar Sörur. Þeir sem hafa gert Sörur hafa hinsvegar eflaust lent í því að þær takast ekki sem skyldi þannig að í stað þess að eiga ánægjulega baksturstund, jafnvel í góðum félagsskap, að þá breytist þetta í streituvaldandi viðburð og mögulega Sörur sem varla eru...
Marengstoppar með Nutella
Nutella aðdáendur athugið!!!!! Hér er ein dásamleg uppskrift fyrir okkur sem erum forfallnir Nutella fíklar. Í uppskriftinni sameinast Nutella marengstoppum sem eru bæði í senn stökkir, mjúkir og svo ótrúlega bragðgóðir. Þessa uppskrift er svo einfalt að gera og þarf klárlega að fara á to do listann fyrir þessi jól! Marengstoppar með Nutella 3 eggjahvítur,...
Ólífubollur með pestó og parmesan
Þessar brauðbollur hef ég bakað í nokkur ár og haft gaman af, sérstaklega þar sem þær eru svo dásamlega einfaldar í gerð og þrusuhollar. Það er gaman að bjóða upp á þær með góðum mat eins og súpum nú eða borða þær bara í kaffinu. Ólífubollur með pestó og parmesan 5 dl spelthveiti 2 tsk vínsteinslyftiduft...
Bananabrauðið sem börnin elska
Á heimilinu óma jólalögin, kveikt er á kertum og ilmurinn sem kemur úr ofninum er himneskur. Heimamenn vita að það er von á góðu því uppáhalds bananabrauð drengjanna minna er í ofninum. Það tók töluverðan tíma að finna bananabrauðið sem þeir gáfu fullt hús stiga en það hófst með þessu dásamlega bananabrauði. Þrátt fyrir að...
Marengstoppar með þristum
Það er orðin hefð hjá mér að baka þessa góðu marengstoppa fyrir jólin og það kemur skemmtilega á óvart að fylla marengsinn með þristasúkkulaði. Skemmtilegt og einfalt að baka og gaman að leyfa börnunum að taka þátt. Slær alltaf í gegn! Þristatoppar 4 stk eggjahvítur 210 gr púðursykur 1 poki þristar, saxaðir örsmátt Þeytið eggjahvítur...
Fræhrökkbrauðið góða
Hér er góð útgáfa af þessu sívinsæla, holla og næringarríka fræhrökkbrauði sesm tilvalið er að hafa sem snarl yfir daginn eða bjóða upp á í saumaklúbbnum. Vekur ávallt lukku! Fræhrökkbrauð ½ dl sólblómafræ ½ dl sesamfræ 3/4 dl hörfræ ½ dl graskersfræ ½ tsk salt 1 dl maizenamjöl ½ dl matarolía 1 ½ dl sjóðandi vatn...