Ég hef sagt það áður að ég hef sérstaklega gaman af því að gera hráfæðikökur þar sem hollusta og einfaldleiki fara saman. Uppistaðan í þessari uppskrift eru hnetur, döðlur og kakó og yfir þær fer silkimjúkt súkkulaðikrem með avacado sem ég mæli með því að þið prufið að gera. Margir kunna að hræðast að nota...
Recipe Category: <span>Eftirréttir</span>
Karmelluostakaka með oreobotni
Mikið sem það var nú notalegt að vakna upp í morgun og sjá fallega snjóbreiðu yfir öllu. Á svona dögum er dásamlegt að búa á Íslandi. Ég skellti mér í góðan göngutúr í þessu hressandi veðri og kom svo inn og gæddi mér á dásamlegu tei úr nýju tebollunum mínum sem ég fékk hjá Tefélaginu....
Marengstoppar með Nutella
Nutella aðdáendur athugið!!!!! Hér er ein dásamleg uppskrift fyrir okkur sem erum forfallnir Nutella fíklar. Í uppskriftinni sameinast Nutella marengstoppum sem eru bæði í senn stökkir, mjúkir og svo ótrúlega bragðgóðir. Þessa uppskrift er svo einfalt að gera og þarf klárlega að fara á to do listann fyrir þessi jól! Marengstoppar með Nutella 3 eggjahvítur,...
Heitur karmellu- og eplaeftirréttur og bókin Fljótlegir réttir fyrir sælkera
Síðustu vikur hef ég haft í nógu að snúast og óhætt að segja að allir dagar hafi snúist um mat. Ég vaknaði, eldaði, smakkaði, tók myndir og smakkaði svo aðeins meira og leiddist það sko ekki. Afraksturinn er þessi matreiðslu bók mín GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera. Með Fljótlegum réttum fyrir sælkera tekur...
Pekanhnetu góðgæti
Það er eitthvað við þennan árstíma sem fær mig til að langa að nota pekanhnetur í alla eldamennsku og bakstur. Ætli ég sé ekki undir Bandarískum áhrifum þar enda þakkagjörðahátíðin ekki langt undan og pekanhnetur mikið notaðar í kringum þann mat hvort sem það er í fyllingu, í sósur eða kökurnar. Aldrei skulu þessir ofurljúfu pekanhnetubitar...
Crostata með bláberjum
Crostata kemur upprunarlega frá Ítalíu og er baka eða deig sem er fyllt með ýmsu góðgæti. Hér er fyllingin með bláberjum og rjómaosti en bláberjunum en má auðveldlega skipta út fyrir önnur ber eða ávexti. Þessi er bæði einföld og fljótleg í gerð og hreinn unaður að borða með vanilluís og/eða rjóma. Borðbúnaður Indiska...
Himneskar bollarkökur með vanillu og sykurpúðakremi
Ég ákvað að taka þetta afmælisdæmi alla leið. Kannski spilaði það inn í að mig langaði í köku, mögulega, en mér tókst að minnsta kosti auðveldlega að sannfæra mig um að það væri ekkert afmæli án köku og gerði því þessar einföldu, æðislegu og ómótstæðilegu bollakökur. Þær eru svo bragðgóðar að ég get ekki hætt...
Ísréttur með hindberjum og karmellusósu
Ég hef sagt það áður og segi það aftur ég ELSKA rétti sem maður getur galdrað fram á núll einni og bragðast dásamlega. Hér er einn slíkur….já og enn eitt uppáhaldið. Það má leika sér með hráefnin og hér er ekkert heilagt. Frábær ísréttur í matarboðið eða kósýkvöld fjölskyldunnar. Ísréttur með hindberjum og karmellusósu 1...
Veislupavlova með ferskum ávöxtum
Þessa uppskrift hef ég margoft verið beðin um að setja inn á síðuna, en einhverra hluta vegna hefur það ekki gerst. Pavlova er elskuð og dáð á mínu heimili og ég veit ekki hversu oft ég hef gert hana fyrir afmæli eða aðrar veislur. Þessi kaka er klárlega leynivopnið mitt. Uppskriftina fékk ég fyrir mörgum...
Klassísk frönsk súkkulaðikaka
Ég get ekki látið það vera að setja þessa dásamlegu köku inn á síðuna. Hér er þó ekkert nýtt á ferðinni, heldur hin dásamlega og ofureinfalda franska súkkulaðikaka sem svo margir kannast við. Hana hef ég eldað í mörg ár og mun eflaust gera í mörg ár í viðbót, enda hefur þessi aldrei klikkað og...
Boudin brownies
Ég biðlaði til ykkar á facebook síðu GulurRauðurGrænn&salt þar sem ég óskaði eftir því að fá að vita hvaða uppskrift ykkur langaði að sjá á síðunni. Ég fékk þar skemmtilegar tillögur sem ég er ætla svo sannarlega að nýta mér á komandi vikum. Ein tillagan var að fá inn fleiri kökuuppskriftir….helst ekki hollar. Að sjálfsögðu bregst ég...
Kókoskúlur í hollum búningi
Kókoskúlur gleðja unga sem aldna og það er fátt betra með kaffinu en kúla eða tvær. Þessar kókoskúlur eru mitt uppáhald!!! Þær eru mun hollari en þær sem við eigum að venjast og það besta er að krakkarnir elska þær líka. Einfaldari verður bakstur ekki og gott að eiga þessar frábæru kókoskúlur í ísskápnum þegar...
Magnað mangó sorbet
Þetta er ísinn sem þið viljið vera að borða og bjóða upp á í sumar. Milt mangóbragð og fersk berjasósa gera þennan krapís gjörsamlega ómótstæðilegan. Hann er ofureinfaldur í gerð en gott að vinna sér hann í haginn áður en hans er notið, þar sem að hann þarf sinn frystitíma. Skellið í þennan og njótið!...
Hráfæðikaka með súkkulaði ganache
Ég hef nú komið með þó nokkrar dásamlega góðar hráfæðikökur sem þið ættuð svo sannarlega að prufa ef þið hafið ekki enn látið verða að því. Í uppáhaldi eru holla og himneska súkkulaðikakan og litríka hráfæðikakan með hindberjamús. Nú höldum við áfram og hér kemur kaka sem gefur hinum ekkert, hráfæðikaka með dásamlegu súkkulaðiganache. Eins og...
Súkkulaðikaka með vanillujógúrt
Rigning = leti = súkkulaðikaka! Ég veit ekki hvað það er en á rigningardögum er nennan oft töluvert minni en á öðrum dögum. Auðvitað ætti maður að rífa sig upp, henda sér í regngallann og gera eitthvað af viti..en nei ég nenni því ekki. Reyndar er löngu hætt að rigna þegar ég skrifa þetta, en...
Ósigrandi ostakaka
Það er alltaf jafn gaman að fá góða ostaköku og alveg nauðsynlegt að koma með uppskrift að einni skotheldri. Þessi lungnamjúka rifsberjafyllta ostakaka sameinar allt sem ég elska þegar kemur að bakstri. Hún er fáránlega einföld og fljótleg í gerð en útkoman þessi stórkostlega kaka sem bráðnar í munni. Hindberjununum má að sjálfsögðu skipta út...
Frönsk súkkulaðikaka með karmellukeim
Þessi uppskrift birtist í áramótablaði Gestgjafans og vakti mikla lukku í einni veislu sem ég hélt um daginn. Franska súkkulaðiköku hef ég oft gert áður og fáar kökur sem eru jafn einfaldar og bragðgóðar. Þessi er eins og þessar frönsku nema að í þessari uppskrift er kókoshrásykur sem gefur henni dásamlegan karmellukeim. Það ætti enginn...
Einföld eplakaka með súkkulaðirúsínum
Það er kominn tími til að dusta rykið af þessari uppskrift. Þetta er uppskrift að eplaköku sem er ekki bara ein af þeim betri sem ég hef bragðað heldur einnig sú langeinfaldasta. Fullkomin eftirréttur eftir góða máltíð, í kaffitímanum eða saumaklúbbnum. Þessi eplakaka er pottþétt með ís eða rjóma og hefur aldrei klikkað á minni...