Veislupavlova með ferskum ávöxtum

Home / Veislupavlova með ferskum ávöxtum

Þessa uppskrift hef ég margoft verið beðin um að setja inn á síðuna, en einhverra hluta vegna hefur það ekki gerst. Pavlova er elskuð og dáð á mínu heimili og ég veit ekki hversu oft ég hef gert hana fyrir afmæli eða aðrar veislur. Þessi kaka er klárlega leynivopnið mitt. Uppskriftina fékk ég fyrir mörgum árum hjá matarbloggaranum Ragnari Frey sem heldur úti hinni frábæru síðu Læknirinn í eldhúsinu. Kosturinn við pavlovu er að hún er svo dásamlega fljótleg, það er sérstaklega gott að gera hana kvöldinu áður og svo getur maður hlaðið hana af ferskum ávöxtum og rjóma og í raun öllu því sem hugurinn girnist. Þessi hefur aldrei klikkað og er fullkomin í einfaldleika sínum.

2013-07-17 18.01.25 2013-07-17 18.01.13

Veislupavlova með ferskum ávöxtum
4 eggjahvítur
250 g. sykur
2 tsk. maizenamjöl
1 tsk. hvítvínsedik
1/2 tsk. vanilludropar
1 peli rjómi, þeyttur
ferskir ávextir að eigin vali

  1. Þeytið eggjahvítur og sykur þar til blandan er orðin til stíf og glansandi. Gefið ykkur góðan tíma í þetta og þeytið á mesta hraða í allt að 10 mínútur.
  2. Blandið maizenamjöli, ediki og vanilludropum varlega saman við með sleif.
  3. Teiknið 20 – 23 sm. hring á bökunarpappír og látið marengsinn á hann. Hafið hann frekar háan.
  4. Látið marengsinn í 180°c heitan ofn og lækkið hitann strax niður í 150° og bakið í 1 klukkustund og 15 mínútur. Slökkvið á ofninum og látið marensinn kólna í honum. Gott að gera hann að kvöldi og láta hann vera í ofninum yfir
  5. Setjið rjómann á marengsinn rétt áður en hún er borin fram og skreytið með ávöxtunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.