Ég þykist vita að margir hafi smakkað ristaðar möndlur sem seldar eru erlendis að vetrarlagi á götum úti. Á liðnum árum hafa þær einnig verið til sölu í miðbæ Reykjavíkur í desember. Þessar hnetur eru í svipuðum dúr. Jólalegar hnetur. Kanill og engifer er svo dásamlegt krydd í ýmis konar jólagóðgæti. Ég set hneturnar í fallega krús með slaufu og gef í jólagjafir. Það er gott að gefa þeim gjafir sem eyðast sem eiga allt. Sælla er að gefa en þiggja.