Innihaldslýsing

110 g smjör
115 g afhýddar möndlur
230 g valhnetur
110 g sykur + 3 msk. sykur
1 msk kanill
½ tsk engiferduft
½ tsk rifin múskathneta
¼ tsk kardimommuduft
Ég þykist vita að margir hafi smakkað ristaðar möndlur sem seldar eru erlendis að vetrarlagi á götum úti. Á liðnum árum hafa þær einnig verið til sölu í miðbæ Reykjavíkur í desember. Þessar hnetur eru í svipuðum dúr. Jólalegar hnetur. Kanill og engifer er svo dásamlegt krydd í ýmis konar jólagóðgæti. Ég set hneturnar í fallega krús með slaufu og gef í jólagjafir. Það er gott að gefa þeim gjafir sem eyðast sem eiga allt. Sælla er að gefa en þiggja.

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjörið á frekar stórri pönnu. Setjið möndlur, hnetur og 110 grömm af sykri út í. Brúnið við vægan hita og hrærið oft í á meðan eða þar til sykurinn bráðnar og möndlurnar fara að taka á sig brúnan lit. Þetta tekur 8 til 12 mínútur.
2.Kryddið og þrjár matskeiðar af sykri er sett í stóra skál og blandað saman. Bætið hnetunum út í og notið sleif til að þekja hneturnar vel í kryddblöndunni.
3.Þekið bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið úr hnetunum. Kælið og brjótið hneturnar í sundur. Þær geymast vel í lokuðu íláti í kæli.
Teikningar í lit eru í bókinni eftir Hlíf Unu Bárudóttur teiknara en hún var einmitt tilnefnd til Ísl. Bókmenntaverðlaunanna nýlega fyrir aðra bók sem hún gerði í ár.

Matgæðingurinn Edda S. Jónasdóttir var að gefa út sína fyrstu matreiðslubók, EFTIRLÆTISRÉTTIR EDDU,   Uppskriftir sem eru henni kærar og hún hefur gert í 50 ár en hún hefur verið áhugamanneskja um mat og matargerð frá því hún var um 18 ára. Við gefum Eddu orðið:

Besta og skemmtilegasta sem ég geri er að vera alein í eldhúsinu og búa eitthvað til, það er minn jógatími. Einnig ef ég á erfitt með að sofa þá fer ég í huganum að gera matseðla, þrí eða fjórréttaða   –   þá sofna ég !

Ég hef unnið við ýmis störf, m.a. er leiðsögukona, rekið gistihús í 15 ár á heimili mínu og mannsins míns,  unnið við markaðsmál í Íslensku óperunni í 10 ár, starfað sem kokkur í veiðihúsi o.fl. Erlendis hef ég starfað við skrifstofustörf bæði í USA og Skotlandi hjá  dekkjafyrirtæki,lyfjaheildsala og byggingaverktaka.

Hef skrifað uppskriftir í Mbl. Vikuna, Gestgjafann og verið með matarhorn í morgunþætti Rásar tvö Vann smákökusamkeppni DV á árum áður fyrir eina teg. af mínu jólagóðgæti

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.