Innihaldslýsing

200 g grautargrjón (grodris)
2 dl vatn
1 líter nýmjólk frá Örnu mjólkurvörum
1 vanillustöng
50 g sykur
50 g möndlur, saxaðar langsum eða hakkaðar
4 dl 36% rjómi frá Örnu mjólkurvörum
Saltkaramella:
150 g sykur
50 g púðursykur
2 msk smjör
1/2 tsk sjávarsalt
Fyrir 6-8 manns

Leiðbeiningar

1.Látið vatn í stóran pott og hitið að suðu. Bætið þá grjónunum saman við og sjóðið þar til vatnið er næstum uppurið.
2.Bætið mjólkinni saman við og hitið að suðu en varist að grauturinn brenni ekki við.
3.Lækkið hitann og bætið fræjum úr vanillustöng og klofnu vanillustönginni út í grautinn. Látið malla í 30-35 mínútur og hrærið reglulega í grautnum.
4.Takið þá af hitanum og kælið. Athugið að grauturinn á að vera alveg kaldur (gott að gera kvöldinu áður).
5.Takið vanillustöngina úr og hrærið sykur og möndlur saman við grautinn þar til hann er orðinn léttur og loftmikill.
6.Þeytið rjómann og bætið varlega saman við grautinn með sleif.
7.Kælið grautinn í að minnsta kosti þrjá tíma áður en hann er borinn fram.
8.Saltkaramella: Bræðið sykurinn á pönnu við vægan hita. Þegar sykurinn er bráðinn bætið smjöri saman við og hrærið stöðugt þar til hefur blandast saman. Hellið þá rjómanum út í karamelluna og hrærið. Kælið.
9.Berið grautinn fram með saltkaramellusósunni.
Færslan er unnin í samvinnu við Örnu mjólkurvörur

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.