Nú þegar tekur að kólna og dimma er fátt meira kósý en að gæða sér á bragðmikilli súpu við kertaljós. Þessi súpa tekur einungis um 15 mínútur í gerð, er ofurholl og hrikalega bragðgóð. Hægt er að leika sér með hana og nota þennan grunn en bæta út í því sem hugurinn girnist eins og til dæmis kjúklingi eða risarækjum svo eitthvað sé nefnt.
Tælensk súpa á 15 mínútum
3 hvítlauksrif, söxuð
2 msk engifer, rifið
2 msk rautt karrý mauk, red curry paste frá Blue dragon
2 msk kókosolía
950 ml kjúklingasoð (eða vatn og 1-2 kjúklingateningar)
720 ml kókosmjólk
100-200 g hrísgrjónanúðlur, má sleppa
Til skreytingar
t.d. kóríander, chilí, eða vorlaukur
- Blandið saman hvítlauk, engifer og karrýmauki og maukið saman. Bætið kókosolíunni saman við og hrærið vel.
- Hellið karrýkókosmaukinu í stóran pott við og léttsteikið við meðalhita í 1-2 mínútur. Bætið þá kjúklingasoðinu saman við og síðan kókosmjólkinni. Kryddið með salti og pipar að eigin smekk.
- Ef þið notið hrísgrjónanúðlur látið þær liggja í heitu vatni og mýkjast og bætið þeim síðan saman við.
- Skreytið með kóríander, chilí og/eða vorlauk.
- Það er jafnframt hægt að bæta við kjúklingi eða risarækjum.
Leave a Reply