Unaðslegur eftirréttur
Unaðslegur eftirréttur
Unaðslegur eftirréttur
Unaðslegur eftirréttur

Innihaldslýsing

3 dl hveiti
3 dl smjör, mjúkt
3 dl pekanhnetur, saxaðar
230 g rjómaostur
2 1/2 dl flórsykur
500 g sýrður rjómi, t.d. 18% frá Mjólku
2 pakkar súkkulaðibúðingur
1 l mjólk
Get ekki beðið eftir því að gæða mér á þessum

Leiðbeiningar

1.Hnoðið hveiti og smjör saman og bætið söxuðum pekanhnetum saman við (geymið smá til að setja ofaná). Bakið í 175°c heitum ofni í 20 mínútur. Takið úr ofni og kælið.
2.Hrærið rjómaosti og flórsykri saman og bætið 300 g af sýrðum rjóma saman við. Setjið rjómaostablönduna yfir pekanhnetubotninn.
3.Blandið mjólkinni saman við búðinginn látið standa aðeins og setjið síðan yfir rjómaostablönduna.
4.Setjið afganginn af sýrða rjómanum yfir allt og stráið söxuðum hnetum og súkkulaði yfir. Setjið í kæli og geymið þar til hann er borinn fram.Þennan rétt er frábært að gera deginum áður og geyma í kæli yfir nótt.

Þessi eftirréttur er eins og nafnið gefur til kynna betri en allt – ish. Ótrúlega auðveldur og fljótlegur í gerð og algjör snilld þegar margir koma saman. Rúsínan í pylsuendanum er svo að hann má gera deginum áður og verður bara enn betri ef eitthvað er.

Færslan er unnin í samstarfi við Mjólku.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.