Innihaldslýsing

2-3 pakkar grísakótilettur í suðrænni kryddblöndu
1-2 púrrulaukar, sneiddur
1/2 - 1 brokkólí, smátt skorið
1 paprika, skorin í teninga
1/2 laukur, saxaður
handfylli spínat
1 kjúklingateningur
500 ml matreiðslurjómi
salt og pipar
Frábær réttur þar sem hægt er að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum.

Leiðbeiningar

1.Takið kjötið úr pakkningunni og þerrið.
2.Hitið 1 msk af smjöri og 1 msk af olíu á pönnu og létt-brúnið kótiletturnar á báðum hliðum. Látið í ofnfast mót.
3.Steikið grænmetið þar til það er farið að mýkjast. Hellið rjóma saman við og setjið teninginn út í. Smakkið til með salti og pipar og látið malla í nokkrar mínútur.
4.Hellið rjómablöndunni yfir kótiletturnar og látið inn í 200°c heitan ofn í 15-20 mínútur.
Uppskriftin er unnin í samstarfi við Kjarnafæði-Norðslenska

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.