Mexíkóskur brauðréttur sem slær í gegn

Home / Mexíkóskur brauðréttur sem slær í gegn

Uppskrift af yndislega bragðgóðum heitum brauðrétt sem öllum líkar vel við. Hann er einstaklega fljótlegur í gerð og tveimur númerum of góður á bragðið. Fullkominn í veisluna eða saumaklúbbshittinginn.

IMG_7433

IMG_7452

Mexíkóskur brauðréttur með pepperoni og sólþurrkuðum tómötum
1 samlokubrauð (fransbrauð)
1 bréf pepperoni
1 blaðlaukur
6-8 sveppir
1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum
500 ml matreiðslurjómi
150 g mexiko ostur
1 poki gratínostur

  1. Skerið skorpuna af brauðinu og skerið það í fernt. Setjið brauðið í botninn á eldföstu móti.
  2. Skerið pepperoni, blaðlauk, sveppi og sólþurrkaða tómata smátt og blandið öllu saman í skál. Hellið smá af olíunni af sólþurrkuðu tómötunum saman við.
  3. Gerið sósuna með því að setja mexíkó ost í pott ásamt rjóma. Hitið við vægan hita þar til osturinn er bráðnaður. Látið kólna.
  4. Hellið blöndunni yfir og dreifið gratínostinum yfir. Bakið við 200°c heitan ofn í um 20 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.