Ég er mjög spennt að deila þessari góðu súkkulaðiköku með ykkur. Hún er ótrúlega einföld í gerð og svo ótrúlega góð. Þessi kaka er svo góð að ég segi án þess að hika að hún sé sú allra besta sem ég hef bragðað. Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst!     Nei sko –...

Ég er mjög spennt að deila þessari góðu súkkulaðiköku með ykkur. Hún er ótrúlega einföld í gerð og svo ótrúlega góð. Þessi kaka er svo góð að ég segi án þess að hika að hún sé sú allra besta sem ég hef bragðað. Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst!

 

 

Nei sko – naaaaaaammmm!

 

Allra besta hráfæðikakan
fyrir 4-6
150 g  möndlur
20 stk döðlur, steinlausar
2 msk kókosolía
1 tsk vanilludropar
hnífsoddur salt
3 msk sterkt kaffi
2/3 dl kókosflögur
2 msk kakó
150 g dökkt súkkulaði

  1. Byrjið á að rista möndlur í 225°c heitum ofni í um 10 mínútur (hrærið af og til í blöndunni). Takið út og kælið.
  2. Setjið döðlur, kókosolíu, kaffi, kakó, kókosflögur, salt og vanilludropa saman í matvinnsluvél og blandið vel saman. Grófsaxið möndlurnar og bætið þeim saman við.
  3. Mótið kökuna á kökudiski.
  4. Bræðið súkkulaðið (ég nota oftast örbylgjuofninn til þess (sorrynotsorry) og hellið yfir kökuna. Þá er kakan tilbúin. Berið fram og njótið!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.