Allt á einni pönnu kjúklingapasta
Allt á einni pönnu kjúklingapasta

Innihaldslýsing

2 kjúklingabringur, skornar í bita
1 rauðlaukur, saxaður
5-7 stk sveppir, sneiddir (má sleppa)
1 paprika, skorin í teninga
2-3 hvítlauksrif, söxuð
1 dós 10% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
3 msk tómatpúrra
1.5 dl vatn
1 msk Oscars kjúklingakraftur
2 tsk karrí
300 g pasta
salt og pipar
Einfalt og virkilega fljótlegt kjúklingapasta sem börnin elska

Leiðbeiningar

1.Eldið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu.
2.Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn lítillega. Bætið þá rauðlauk, sveppum og papriku út á pönnuna og steikið saman í nokkrar mínútur.
3.Setjið tómatpúrru út á pönnuna og blandið vel saman. Bætið þá sýrða rjómanum, vatni, kjúklingakrafti, hvítlauk og karrí saman við og látið malla á pönnunni í nokkrar mínútur. Bætið pasta saman við.
4.Smakkið til með salti og pipar og berið fram með salati.

Ný vika tekur nú á móti okkur með öllum sínum hraða. Þá er gott að vera með uppskrift af góðum réttum sem taka stuttan tíma í gerð en bragðast vel. Svona “allt á einni pönnu” réttir eru líka svo mikil snilld þar sem að eldhúsið fer ekki á hliðina við að elda þá. Hér er á ferðinni einn slíkur eða milt og gott kjúklingapasta sem er sérstaklega barnvænt.

Styrkt færsla

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.