Innihaldslýsing

1 msk kókosolía
4 gulrætur
1 poki Itsu kjúklinga gyoza dumplings
1/3 sæt kartafla
5 meðalstórar kartöflur
1/2 græn paprika
1 grænn chili
1 laukur
3 hvítlauksgeirar stórir
3 msk rautt karrýmauk Blue dragon
1 dós kókosmjólk, ég notaði Blue dragon
2 kjúklingateningar
1 msk grænmetiskraftur
2 msk sojasósa
1 msk sítrónusafi
3 msk duck sauce (eða 1 tsk hunang en má líka sleppa)
1l. Vatn (má vera aðeins meira eða minna, magn ekki heilagt)
Hrísgrjónanúðlur eftir smekk
Það er fátt betra en heit og bragðmikil núðlusúpa, svo ég tali nú ekki um ef hún er toppuð með bragðgóðum dumplings. Ég hef verið að nota Itsu dumplings undanfarið og þeir passa alveg fullkomlega með þessari dásamlegu súpu. Ótrúlega auðvelt að hita þá upp og bragðast eins og af besta veitingastað, ótrúlegt en satt!...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að flysja gulrætur, sæta kartöflu, lauk og kartöflur. Skerið allt grænmetið í litla bita.
2.Setjið kókosolíu í stóran pott og steikið grænmetið í 3 mín ca. á meðal háum hita
3.Hellið vatni yfir og bætið við grænmetiskrafti, karrýmauki, sojasósu og andasósu
4.Látið suðuna koma upp og sjóðið áfram í 20 mín. Bætið þá kókosmjólk út í og sjóðið áfram í 10 mín. Þegar grænmetið er orðið mjúkt maukið þá súpuna með töfrasprota og smakkið til með sojasósu og jafnvel meira rauðu karrýi.
5.Á meðan súpan klárar að malla, sjóðið þá núðlur og kjúklinga dumplings samkvæmt leiðbeiningum en það eru bara örfáar mínútur.
6.Setjið súpuna í skál og núðlur og dumplings yfir eftir smekk.

Það er fátt betra en heit og bragðmikil núðlusúpa, svo ég tali nú ekki um ef hún er toppuð með bragðgóðum dumplings.

Ég hef verið að nota Itsu dumplings undanfarið og þeir passa alveg fullkomlega með þessari dásamlegu súpu. Ótrúlega auðvelt að hita þá upp og bragðast eins og af besta veitingastað, ótrúlegt en satt!

Það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er en þetta er það sem ég notaði að þessu sinni.

itsu Chicken Gyoza | Ocado

 

Myndir og uppskrift eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf. Umboðsaðila Itsu á Íslandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.