Rice Krispies kökurnar hafa lengi verið vinsælar og koma í ýmsum útgáfum. Þessi er að mínu mati sú allra besta. Dísæt og dásamleg.
Það er ekkert verið að grínast með þetta yndi!
Bingókúlu Rice Krispies kaka
Botn
100 g smjör
100 g suðusúkkulaði
3 msk síróp
150 g bingókúlur
200 g Rice Krispies
Lakkríssósa
150 g bingókúlur
2-3 msk rjómi
Toppurinn
250 ml rjómi
250 g jarðaber
- Gerið botninn og setjið smjör, suðusúkkulaði, síróp og bingókúlur saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Takið af hitanum og hrærið Rice Krispies saman við.
- Setjið smjörpappír í form og hellið Rice Krispies blöndunni í formið. Kælið í ísskáp í um klukkustund.
- Gerið lakkríssósu með því að bræða bingókúlur og rjómann saman í potti við vægan hita. Hellið henni síðan yfir botninn*
- Þeytið rjómann og setjið yfir botninn. Skerið jarðaber eða aðra ávexti niður og setjið yfir rjómann. Berið fram og nnnnnjóótið!
*Stundum læt ég lakkrisósuna yfir botninn og stundum yfir rjómann eins og sést á myndinni. Svo má líka gera bæði enda lítur kakan dásamlega út toppuð með smá lakkríssósu.
Leave a Reply