Finnst ykkur ekki magnað hvað veðrið hefur mikil áhrif á hvað manni langar að borða. Á þessu árstíma þegar sumarið er að detta inn eru það oft salöt eða grillréttir sem heilla mest. En þar sem að veðrið hér, amk á höfuðborgarsvæðinu, er ansi haustlegt að þá heilla ofnréttir, súpur og jafnvel djúsí kökur ansi mikið. En svo kemur sólin og þá breytist þetta. Eru fleiri að tengja við veðurtengt matarræði eða er þetta bara ég?
Þessi réttur hefur verið vinsæll í fjöldamörg ár og einn af þessum sem ég á til að gleyma en er alltaf jafn glöð þegar ég man eftir honum og skelli í þessa uppskrift. Þetta er “hygge” eins og það gerist best. Njótið!
Leave a Reply