Camembert brauðrétturinn sem slær alltaf í gegn
Camembert brauðrétturinn sem slær alltaf í gegn
Camembert brauðrétturinn sem slær alltaf í gegn

Innihaldslýsing

6-7 sneiðar franskbrauð
7 sneiðar skinka
1 camembert ostur
2 1/2 dl rjómi
1 rauð paprika
1 græn paprika
Þessi brauðréttur hefur verið í uppáhaldi í mörg ár

Leiðbeiningar

1.Skerið skorpuna af brauðinu og rífið niður í bita.
2.Smyrjið eldfast mót og setjið brauðið í botninn.
3.Skerið skinkuna í litla bita og setjið ofaná.
4.Skerið camembert í bita og setjið ásamt rjóma í pott og bræðið saman við vægan hita. Hrærið reglulega í blöndunni þar til allur osturinn er uppleystur. Hellið blöndunni þá yfir brauðið og stráið að lokum smátt skorinni papriku yfir allt.
5.Látið í 170°c heitan ofn í 15 mínútur eða þar til rétturinn er heitur í gegn og osturinn rétt að byrja að verða gylltur. Berið fram með rifsberjahlaupi.

Finnst ykkur ekki magnað hvað veðrið hefur mikil áhrif á hvað manni langar að borða. Á þessu árstíma þegar sumarið er að detta inn eru það oft salöt eða grillréttir sem heilla mest. En þar sem að veðrið hér, amk á höfuðborgarsvæðinu, er ansi haustlegt að þá heilla ofnréttir, súpur og jafnvel djúsí kökur ansi mikið. En svo kemur sólin og þá breytist þetta. Eru fleiri að tengja við veðurtengt matarræði eða er þetta bara ég?

Þessi réttur hefur verið vinsæll í fjöldamörg ár og einn af þessum sem ég á til að gleyma en er alltaf jafn glöð þegar ég man eftir honum og skelli í þessa uppskrift. Þetta er “hygge” eins og það gerist best. Njótið!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.