Dásamlegt cous cous með kjúklingabaunum sem er sérlega holl og gott. Tilvalið sem nesti í skólann/vinnuna, staðgóður kvöldmatur eða meðlæti með öðrum mat eins og t.d. kjúklingi eða fiskrétti eins og t.d. dásamlegu mangó chutney bleikjunni.
Litríkt og fallegt
Cous cous salat með kjúklingabaunum
1 bolli cous cous *
3/4 bolli vatn
1-2 msk safi úr ferskri sítrónu
salt og pipar
1 krukka kjúklingabaunir, t.d. frá Himneskri hollustu
1 rauð paprika, skorin í teninga
1 agúrka, skorin í teninga
1 tómatur, skorinn í teninga
1/2 – 1 rauðlaukur, saxaður
1 lúka steinselja, söxuð
1/2 krukka fetaostur (smá sleppa)
- Eldið cous cous skv pakkningu.
- Þegar þau er tilbúin setjið sítrónusafa saman við og kryddið með salti og pipar.
- Bætið öllum hinum hráefnunum saman við og salti og pipar eftir þörfum.
- Berið fram eitt og sér eða sem meðlæti með öðrum réttum.
*Að nota hlutföllin 1 cous cous á móti 3/4 vatn koma í veg fyrir að þau verði maukuð eða of þurr.
Leave a Reply