Litríkt og hollt Crepes Crepes er frábær sem kvöldmatur, hollur og bragðgóður.  Eftir að búið er að gera pönnukökurnar er hann fljótgerður, en ef þið eruð í tímaþröng er hægt að nota tortillur...

Litríkt og hollt Crepes

Crepes er frábær sem kvöldmatur, hollur og bragðgóður.  Eftir að búið er að gera pönnukökurnar er hann fljótgerður, en ef þið eruð í tímaþröng er hægt að nota tortillur í staðinn fyrir pönnukökurnar.

Crepes (fyrir 4-5)
1 bolli hveiti (eða spelt)
1 tsk lyftiduft
2 egg
1 bolli mjólk
1/4 tsk salt
2 msk smjör, bráðið
Ég læt oftast krydd útí deigið eins og t.d. ferska basilíku, paprikukrydd, chillíkrydd ofl.
Aðferð: Blandið fyrst eggjum og mjólk saman og hrærið. Bætið því næst útí þurrefnum útí og síðan smjörinu hrærið. Steikið á pönnukökupönnu, ca 1 ausu í hvert sinn.

Fylling
1 poki hrísgrjón, soðin
1-2 msk karrý
grænmeti að eigin vali (ég notaði hvítlauk, púrrulauk, papriku, brokkolí)
kjúklingur, má sleppa
ostur
salt og pipar
Aðferð:  Látið olíu á pönnu og steikið grænmetið við meðalhita. Takið af hellunni. Bætið hrísgrjónunum við, kjúklingnum og því næst karrýinu og blandið vel saman.
Setið grænmeti á annan helming pönnukökunnar og ost yfir og leggið svo hinn helminginn yfir það. Látið í ofn við 200°c í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.

Sinnepssósa
1 dós sýrður rjómi
2 msk hrein jógúrt eða ab mjólk
2 msk sætt sinnep
1 msk agave sýróp
salt og pipar
Blandið öllu saman og bragðbætið með salti og pipar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.