Dásamlegir Dumle nammibitar

Home / Dásamlegir Dumle nammibitar

Hvar á ég eiginlega að byrja. Þetta eru náttúrulega stórhættulegir nammibitar enda alltof góðir og ég mæli eiginlega með því að þið séuð ekki ein þegar þið prufukeyrið þá..einu sinni byrjað og þið getið ekki hætt!

 

Dumle nammibitar

Styrkt færsla
30-40 stk.
250 g Dumle karamellur
50 g smjör
5 dl Rice Krispies
125 g rjómasúkkulaði
50 g dökkt súkkulaði

  1. Saxið Dumle karamellurnar gróflega og setjið í pott ásamt smjöri og bræðið saman við vægan hita.
  2. Takið af hitanum og blandið Rice Krispies vel saman við.
  3. Setjið smjörpappír í form ca. 20×20 cm stórt. Hellið blöndunni í formið og þrýstið vel niður.
  4. Bræðið rjómasúkkulaði og hellið yfir blönduna og sléttið vel út.
  5. Bræðið dökkt súkkulaði og gerið línur í rjómasúkkulaðið (magn eftir smekk).
  6. Setjið í kæli  í amk 1 klukkustund.
  7. Takið út og skerið í bita.
  8. Geymist í kæli eða frysti.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.