Innihaldslýsing

4 dl rjómi
220 g (1 poki) Dumle karamellur
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes.

Leiðbeiningar

1.Hitið rjómann en látið ekki sjóða. Bætið karamellunum saman við og hrærið þar til þær hafa bráðnað.
2.Takið af hitanum og geymið í ísskáp í að minnsta kosti 6 klukkustundir.
3.Hellið þá blöndunni í hrærivél og hrærið þar til blandan er orðin þétt í sér (eins og þeyttur rjómi).

Dumle gúff er einfalt að gera og hráefnin eru einungis tvö en þetta hentar sem ídýfa með ferskum ávöxtum, sem krem á kökur eða út á eftirrétti. Dumle gúffið er algjört nammi en hér þarf að passa að gefa sér tíma í verkið því blandan þarf að vera í kæli í að minnsta kosti 6 klukkustundir til að hægt sé að þeyta blönduna.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.