Einfalt og gott salat sem hentar vel sem forréttur, létt grænmetismáltíð eða sem meðlæti með góðri steik. Hér fara hollusta og gott bragð vel saman. Njótið vel!
Litríkt – fallegt – bragðgott
Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum
1/2 eggaldin, skorið í þunnar sneiðar langsum
1/2 eggaldin, skorið í þunnar sneiðar langsum
3-5 msk extra virgin ólífuolía, t.d. frá Philipo Berio
1 poki veislusalat eða klettasalat
3 msk furuhnetur
1 dl sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir
1/2 granatepli
6 msk extra virgin ólífuolía
2 msk balsamikedik, t.d. frá Philippo Berioa
sjávarsalt og pipar
- Penslið eggaldin sneiðarnar með ólífuolíu.
- Setjið olíu á pönnu og steikið eggaldinsneiðarnar í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Bætið við olíu eftir þörfum. Takið af pönnunni.
- Setjið salat í skál. Skerið eggaldin í tvennt og setjið yfir salatið. Hrúgið salatinu á fat. Rífið eða skerið eggaldinsneiðar í tvennt og raðið ofan á.
- Látið þá sólþurrkaða tómata og furuhnetur yfir allt.
- Hrærið ólífuolíu og balsamikediki saman í skál og hellið yfir salatið. Saltið og piprið og njótið.
*Styrkt færsla
Leave a Reply