Espresso Martini eins og hann gerist bestur
Espresso Martini eins og hann gerist bestur

Innihaldslýsing

lúkufylli af klaka
50 ml vodki
70 ml líkjör, t.d. Kaluha
70 ml ískaffi frá Nespresso
Espresso martini

Leiðbeiningar

1.Kælið glösin í frysti í að minnsta kosti 20 mínútur áður en drykkurinn er borinn fram.
2.Setjið klaka í hristarann ásamt vodka, líkjör og ískaffi.
3.Smakkið til og bætið við líkjör ef þið viljið hafa hann sætari.
4.Hristið af miklum krafti í 30 sekúndur.
5.Skiptið niður á tvö glös - drekkið og njótið.

Kokteillinn Espresso Martini hefur lengi verið virkilega vinsæll hjá mér og mínum vinum enda einfaldur og út úr þessum heimi bragðgóður. Það er ekki flókið að gera þennan drykk en gott að vita að það sem gerir hann afburða góðan er meðal annars Kaluha, sem kemur með sæta karamellukennda bragðið sem við elskum svo mikið. Svo til þess að ná drykknum svona eins og við fáum á veitingahúsum er mikilvægt að nota góða espresso vél. Hann er að mínu mati fullkomnaður með ískaffinu frá Nespresso sem ætlað er í kalda drykki. Njótið vel!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.