Grillaðar svínalundir með fetaosti, pestó og döðlum
Grillaðar svínalundir með fetaosti, pestó og döðlum

Innihaldslýsing

2 svínalundir
1 krukka Feti í ólífum og kryddolíu, frá Mjólka
2 hvítlauksrif, pressuð
1 krukka rautt pestó
50 g steinlausar döðlur, saxaðar
handfylli steinselja, söxuð
salt og pipar
annað t.d. beikon eða parmaskinka
1 stk piparost
250 ml rjómi
Færslan er unnin í samstarfi við Mjólku.

Leiðbeiningar

1.Skerið svínalundina þvert í miðju.
2.Blandið saman fetaosti, hvítlauki, pestó, döðlum og saxaðri steinselju og setjið í lundirnar. Saltið og piprið og lokið með tannstönglum.
3.Brúnið lundirnar á pönnu.
4.Ef hugurinn girnist má vefja lundina með beikoni eða parmaskinku. Gott er að nota tannstöngla eða álíka til að fyllingin detti ekki úr.
5.Setjið í 180°c heitan ofn í um það bil 20 mínútur eða grillið á útigrilli.
6.Leyfið lundunum að standa í 5-10 mínútur áður en þær eru skornar í sneiðar
7.Gerið sósuna og setjið hráefnin í pott og bræðið við vægan hita.

Þrátt fyrir að vera ekki mikill aðdáandi svínakjöts þá gerir maður svo sannarlega undantekningar þegar kemur að fylltum svínalundum. Það er bara eitthvað svo mikið “gúrm” við þennan mat og ég tala nú ekki um þegar lundirnar eru fylltar með fetaosti, pestó og döðlum eins og í þessari uppskrift og bornar fram með piparostarjómasósu. Nei sko namm!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.