Innihaldslýsing

4 kjúklingabringur eða 1 grillaður kjúklingur
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð
1 rautt chilí, smátt saxað
1 msk ferskt engifer, rifið
3 gulrætur, skornar í strimla
1 epli, skorið í teninga
2 tsk karrý
9 dl kjúklingasoð, t.d. frá Oscar's (eða 2 kjúklingateningar og vatn)
2 dl kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon (eða rjómi)
salt og pipar
kóríander, saxað
Indversk kjúlingasúpa með eplum, engifer og karrý

Leiðbeiningar

1.Hitið smjör í potti og steikið laukinn þar til hann er orðinn glær.
2.Bætið hvítlauk, chilí og engifer saman við og steikið í 1-2 mínútur. Bætið þá karrý, gulrótum og eplum og steikið í nokkrar mínútur á pönnunni og bætið síðan kjúklingasoði saman við. Látið malla í 10-15 mínútur.
3.Skerið kjúklinginn í munnbita. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn við meðalhita og saltið og piprið. Bætið kjúklingi og kókosmjólk saman við súpuna og hitið varlega eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Látið ekki sjóða.
4.Í lokin setjið þið kóríander saman við súpuna.

Það eru margar góðar súpurnar sem hafa komið á síðu GulurRauðurGrænn&salt eins og uppáhald lesenda okkar vandræðalega góða kjúklingasúpan með hnetusmjöri og rauðu karrý,  og uppáhalds kjúklingasúpan með ferskjum. Þessi kjúklingasúpa er með eplabitum sem gefa henni sætt og skemmtilegt bragð sem er kannski þessvegana sem krakkarnir eru svo hrifnir af henni – og við öll.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.