Ég er alltaf í leit af góðri fiskiuppskrift og þegar ég rakst á þessa girnilegu uppskrift á Heilsutorg.com varð ég ekki róleg fyrr en ég prufaði hana. Heiðurinn af uppskriftinni á Sólveig Sigurðardóttir, en Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur sérstakan áhuga á hollri matargerð. Hún mun ásamt Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni standa fyrir spennandi matreiðslunámskeiði...

Ég er alltaf í leit af góðri fiskiuppskrift og þegar ég rakst á þessa girnilegu uppskrift á Heilsutorg.com varð ég ekki róleg fyrr en ég prufaði hana. Heiðurinn af uppskriftinni á Sólveig Sigurðardóttir, en Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur sérstakan áhuga á hollri matargerð. Hún mun ásamt Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni standa fyrir spennandi matreiðslunámskeiði sem heitir Kenndu með að borða rétt sem þið getið lesið nánar um hér. Fiskrétturinn er hollur og bragðgóður með ómótstæðilegri mangó-satay sósu og er uppskriftin birt hér fyrir ykkur að njóta, með góðfúslegu leyfi frá Sólveigu.

IMG_4107

Fiskur í ómótstæðilegri mangó-hnetusmjörssósu
800 g þorskur eða ýsa
chillíkrydd
salt og pipar
.
Sósan:
300 g mangó (ca. 1-2 stk), skorin í teninga
2 msk hnetusmjör
1 tsk soyasósa, t.d. frá Blue dragon
safi úr 1/2 sítrónu
1/2 rautt chilí
Salt og pipar eftir smekk.

  1. Fiskurinn er skorinn í bita og settur í ofnfast mót og kryddaður með chilíkryddi, salti og pipar.
  2. Sósan útbúin með því að láta öll hráefnin fyrir hana í blandarann og unnið í silkimjúkt mauk smakkið hana til. Hellið síðan yfir fiskinn.
  3. Fiskurinn er síðan settur inn í ofn með álpappír yfir og eldað við 200°c í um 30 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.