Hollur og góður fiskréttur sem er bæði einfaldur og fljótlegur í gerð en gælir við bragðlaukana líkt og kokkurinn hafi verið marga daga í eldhúsinu. Vekur lukku og á sérstaklega vel við nú þegar að sólin er farin að skína. Gott er að opna eina vel kælda hvítvín með þessum rétti sé stemmning fyrir því...

Hollur og góður fiskréttur sem er bæði einfaldur og fljótlegur í gerð en gælir við bragðlaukana líkt og kokkurinn hafi verið marga daga í eldhúsinu. Vekur lukku og á sérstaklega vel við nú þegar að sólin er farin að skína. Gott er að opna eina vel kælda hvítvín með þessum rétti sé stemmning fyrir því og njóta til hins ítrasta.

IMG_9452Ljúffengur fiskréttur með ómótstæðilegu hvítlaukssmjöri

Fiskréttur með hvítlaukssmjöri
800 g hvítur fiskur að eigin vali, skorinn í 4 bita
2 msk olía

Hvítlaukssmjör
60 g smjör, mjúkt
2 msk fersk steinselja, smátt söxuð
1 hvítlauksrif, pressað
2 tsk skarlottlaukur, smátt saxaður
1/2 tsk dijon sinnep
2 msk parmaskinka, smátt söxuð (má skipta út fyrir parmesan ef vill)
1 msk hveiti
2 msk sítrónusafi
salt og pipar
sítrónusneiðar

  1. Blandið öllum hráefnum fyrir hvítlaukssmjörið vel saman. Takið til hliðar og geymið.
  2. Kryddið fiskinn með salti og pipar og steikið í olíu við meðalhita í um 4 mínútur á einni hlið. Snúið þeim síðan við og steikið í 1 mínútu til viðbótar.
  3. Setjið 1 msk af  hvítlaukssmjöri á hvern fiskbita og látið pönnuna í 225°c heitan ofn í 2 mínútur.
  4. Bætið afgangs smjöri á pönnuna, bræðið og hrærið saman við vökvann á pönnunni. Ausið vökvanum síðan yfir fiskinn, skreytið með steinselju og berið fram með sítrónusneiðum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.