Jæja er þá ekki kominn tími á góðan fiskrétt sem er hollur en samt smá “gúrm”? ‘Þennan rétt er einfalt að gera og í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ískápnum hverju sinni og nýta þannig það sem þið eigið nú þegar. Verið óhrædd við það. Fiskréttinn er hægt gera bæði í rjómasósu eða nota í staðinn kókosrjóma, bæði er mjög gott. Borin fram með góðu salati og hrígrjónum er þessi réttur að mínu mati frábær og vekur vonandi lukku hjá ykkur líka.
Fiskréttur í rjómasósu með grænmeti og fetaosti
800 g þorskur/eða ýsa
2 stórir laukar
2 hvítlauksrif
2 rauðar paprikur
250 g sveppir
300 g spínat, ferskt
3 dl rjómi eða kókosmjólk (t.d. frá Blue dragon)
200 g fetaostur
6 kirsuberjatómatar
olía til steikingar
safi af einni límónu
2 tsk fiskisósa (t.d. Fish sauce frá Blue dragon)
Smakkið til með:
chilíkryddi
salti og pipar
timían og oreganó
- Saxið lauk, hvítlauk og paprikuna. Steikið lauk og hvítlauk á pönnu og bætið síðan paprikunni saman við.
- Steikið sveppina á annarri pönnu upp úr smjöri þar til þeir eru orðnir gylltir að lit.
- Hellið laukblöndunni og spínati saman við. Það mun líklegast fylla pönnunna en minnkar fljótlega.
- Bætið síðan rjóma (kókosmjólk), límónusafanum saman við og smakkið til með kryddum.
- Skerið þorskinn í bita og steikið upp úr smjöri í örstutta stund við háan hita. Kryddið með pipar.
- Hellið grænmetisblöndunni í eldfast mót og raðið þorskflökunum yfir það.
- Dreifið fetaostinum yfir allt og einnig kirsuberjatómötum. Kryddið með timian. Kreystið það sem eftir var af límónunni yfir fiskinn.
- Bakið við 200°c heitan ofn í um 20 mínútur.
Leave a Reply