Innihaldslýsing

ferskar lasagnaplötur, t.d. frá RANA
1 búnt fersk basilíka
200 g parmesan, rifinn
240 ml góð ólífuolía
1/2 búnt fersk steinselja
30 g furuhnetur
2 hvítlauksrif, pressuð
sjávarsalt
400 g kotasæla
1 stórt egg
svartur pipar
100 g kúla mozzarella, skorin í bita
Styrkt færsla

Leiðbeiningar

1.Basilpestó: Setjið basilíku, 150 g parmesan, ólífuolíu, steinselju, furuhnetur og hvítlauk í matvinnsluvél og blandið vel saman.
2.Hrærið saman kotasælu, eggi, sjávarsalti, pipar og 80 ml af vatni.
3.Setjið 1/4 af kotasælublöndunni í ofnfast mót (20 cm) og látið lasagnaplötur þar yfir. Látið helminginn af pestóinu þar á og helminginum af kotasælublöndunni.
4.Setjið annað lag af lasagnaplötum og afganginn af pestóinu og kotasælublöndunni.
5.Látið afganginn af parmesanostinum og mozzarella yfir allt. Setjið álpappír yfir mótið og látið í 200°c heitan ofn í um 30 mínútur. Takið álpappírinn af og brúnið ostinn í 5-10 mínútur.
6.Berið fram með góðu salati.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við RANA

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.